Noršur Ķrlands feršin, tengt fréttinni.

Į sunnudaginn fengum viš rśtuna okkar og bķlstjórann frįbęra - Tommy.  Rśtan var splunkunż meš öllum mögulegu žęgindum, alveg stórkostleg smķši sem gęldi viš okkur žaš sem eftir var feršar.  Tommy var ekki bara bķlstjóri, heldur lķka ansi góšur sögumašur sem var meš indęlan hśmor sem féll vel aš okkar hópi.

Skošunarferš sunnudagsins hófst ķ Belfast.  Viš keyršum fyrst eftir Falls Road, höfušvķgi kažólskra viš ašskilnašarvegginn sem skilur milli mótmęlenda og kažólskra ķ Belfast.  Žessi deila milli kažólskra og mótmęlenda į N.Ķrlandi er meš hreinum ólķkindum og allt of einfalt vęri aš tala um aš trś vęri žar ašalatrišiš. 

Deilan snżst aušvitaš fyrst og fremst um žann vilja mótmęlenda aš vera enn hluti af breska rķkinu en kažólskir vilja verša hluti af ķrska lżšveldinu.  Žaš vęri lķka einföldun, žvķ eftir aš įtökin "The Troubles" gusu upp į nż upp śr 1970 varš deilan lķka persónuleg ogo hatrömm, žegar fjölskyldur uršu fyrir įföllum ķ strķši og smįm saman breiddist harmurinn śt.  Žó viršist frišarferliš vera aš komast af staš og atburšurinn sem žessi frétt segir frį er vissulega skref ķ rétta įtt. 

Tommy vinur okkar talaši um aš kažólikkarnir hefšu veriš "duglegri" ķ frišarferlinu en mótmęlendur og minntist einmitt į žetta atriši.

En byrjum į Falls Road, žar var höfušvķgiš hinna kažólsku, og m.a. blokk sem var svo hatrömm aš breski herinn var lįtinn fį žrjįr efstu hęšir hennar til aš nį nišur hörkunni.  Vandinn varš sį aš svo mikiš var hatriš aš hermennirnir įttu engan séns aš komast inn og śt śr byggingunni af jöršu.  Rįšiš var žį aš setja žyrlupall efst į blokkina og žannig fóru hermennirnir inn og śt!Risastórar veggmyndir eru einkennismerki barįttunnar ķ gegnum tķšina.  Eins og t.d. mynd af Bobby Sands sem prżšir endavegg skrifstofu Sinn Fein viš Falls Road  Sį dó ķ hungurverkfalli 1981 vegna deilna um fangabśninga sem hann og félagar hans įttu aš vera ķ.  Um alla Belfast eru slķkar veggmyndir.  Įkvaš aš vera ekki aš setja hér inn sumar žęr grófustu sem tala allhressilega illa um mótašila sinn ķ deilunum, hvort sem žaš er krśnan eša kažólskir.

image 1028980001fallsroad2

Gata mótmęlenda hinum veginn viš frišarvegginn heitir Shankill Road.  Žar var einn hryllingsatburšur strķšsins įriš 1993 žegar 10 manns létust ķ fiskbśš viš götuna.  Frést hafši af mörgum helstu fyrirmönnum UDA og UFF į fundi į efri hęšinni.  Tveir IRA menn löbbušu inn ķ bśšina og ętlušu aš skilja hana žar eftir.  Sprengjan sprakk of snemma og kostaši annan žeirra lķfiš.  Hinn slapp śr fangelsi įriš 2000 žegar frišarsamkomulagiš var undirritaš.

Žaš sama mį segja varšandi Shankill og Falls.  Veggmyndir.  Kķkjum į eina žar.

UDA mural in Shankill, Belfast. (removed June 2006)

Ekki beint vinalegt.  Sjįiš raušu höndina, var tįkn fyrir mótmęlendahópinn eša "loyalists".En nóg af deilum, vonandi er smįm saman aš verša frišur ķ N.Ķrlandi og fólk žar er bjartsżnt, helstu leištogar hvors hóps um sig viršast vera aš talast viš og įkvešnir ķ aš nį įrangri, žjóšinni til heilla.

En Belfast er heimahöfn Titanic, žar var skipiš byggt og sent til Southampton 1912 fyrir sķna fyrstu og sķšustu ferš.  Belfast var mikil skipasmķšaborg, en sį išnašur er nś hruninn.  Mikil andlitslyfting hefur veriš gerš į borginni undanfarin įr og svo er nś komiš aš hafnarsvęšiš og mišborgin eru bara nokk glęsileg.

Aš lokinni Belfast skošun var svo haldiš ķ noršur, til Giants Causeway į noršvesturhorni Ķrlands.  Žar eru glęsilegar stušlabergsmyndanir ķ og viš fjöruna į um tveggja mķlna kafla.  Žar er nś višurkennt heimsminjasafn og mikill feršamannastašur.

http://www.ee.qub.ac.uk/dsp/mmns2003/

Sól skein ķ heiši og viš stoppušum žarna ķ um žrjį tķma ķ stórbrotnu landslagi.  Nafngiftin, Vegur Risans kemur af skemmtilegri sögu.  Sagan segir aš ķrskur risi, Finn aš nafni hafi hlašiš veg til Skotlands til aš berjast viš risann Benandonner.  Žegar hann kom til Skotlands og sį stęrš žess skoska varš Finn hręddur og hljóp heim til konunnar sinnar, Oonagh, og baš hana um aš fela sig fyrir Benandonner sem aušvitaš elti Finn yfir til Ķrlands.  Konan klęddi Finn ķ barnaföt og setti hann ķ risavöggu.  Žegar Benandonner bankaši uppį og spurši eftir Finn sagši Oonagh mann sinn ekki heima, en sonur žeirra lęgi žarna ķ vöggunni.

Benandonner varš svo hręddur žegar hann leit ķ vögguna, reiknaši meš aš Finn vęri rosalegur fyrst žetta vęri ungabarniš hans, hljóp heim og braut veginn nišur į leišinni, žannig aš einungis er hęgt aš merkja hann viš strendur landanna beggja, Ķrlands og Skotlands.

Fallegur stašur og skemmtileg saga.

Aš skošunarferš lokinni var strandlengjan keyrš og stoppaš į nokkrum fallegum śtsżnisstöšum.  Komum lķka viš į lķtilli huggulegri ķrskri sveitakrį žar sem bragšaš var į Guinness bjór og Bushmills viskķi, ķrskum ešaldrykkjum.  Žegar heim til Belfast var komiš fóru allir ķ snyrtingu žvķ fariš var meš hópinn śt aš borša į Zen Restaurant, japanskan staš stutt frį hótelinu.  Žangaš kom til okkar Įsdķs Lķndal, ķslensk kona bśsett ķ Belfast sem hafši hjįlpaš okkur ķ skipulaginu.

Maturinn var ęši, stašurinn skemmtilegur og hópurinn glašur.  Aušvitaš var fariš į Robinson's en ķ žetta skiptiš fór ég snemma heim, var lasinn allan daginn og fékk lyfjakokteil frį vinum mķnum til aš sjį hvort ekki yrši ég hressari žegar vinnan hęfist.  Svo ég bara skreiš uppķ til hans Togga og hraut honum til samlętis.  Meira į morgun.


mbl.is UDA heitir aš vinna aš friši į Noršur-Ķrlandi
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband