Tvær ferðir en engin rjúpa!
18.11.2007 | 17:54
Hæ.
Fór á rjúpu á föstudag og í dag, sunnudag. Á föstudaginn var ég hrikalegur klaufi að ná ekki neinni en í dag gerðist það í fyrsta skipti á ævinni að ég sá bara ekki fugl. Labbaði í nærri 5 klukkutíma um Fróðárheiðina, en ekkert gekk.
Það þýðir bara að maður þarf að halda áfram að fara. Verður þó vesen um næstu helgi, föstudagurinn fer í að keppa í Útsvar fyrir Snæfellsbæ gegn Garðbæingum, og svo er Thelma að koma til að vera með okkur öllum, Hekla kom í dag. Ef gott er veður langar mig nú samt að labba aðeins, þó ekki væri nema smá.
Er nefnilega svo hrikalega gaman að vera á fjöllum, veiðin er bara bónus. Það var stafalogn og sól í dag, hrikalega flott. Maður er líka svo þægilega þreyttur, búinn að labba, en þrælerfitt. Eftir SJÓÐANDI heitt bað er maður eins og nýr, nema bumban aðeins að minnka.
Verð kannski HELköttaður fyrir páska. Eigum við eitthvað að ræða það, eða? Nei, hélt ekki........
Athugasemdir
Á föstudaginn verð ég á suðurleið.....á að skíra litla hjá Stellu og Ragga á laugardaginn.....hélt éf hefði misst af þessu síðasta föstudag, einhvert rugl hjá mér. Gangi þér vel. Magga "móða"
Hulda Margrét Traustadóttir, 19.11.2007 kl. 11:15
Taktu bara með þér fullt af óhollu nesti og biddu svo Helgu Lind að vera tilbúna með marengstertu og heitt súkkulaði þegar þú kemur af fjöllum. Þá er engin hætta á að bumban minnki.
Ingibjörg Þórðar (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.