Vikupistillinn

Sælt veri fólkið.

Ákvað að draga hér stuttlega saman blogg fyrir síðustu 7 daga.

Við Helga börðumst suður á föstudaginn í leiðindaveðri, reyndar sitt í hvoru lagi þar sem ég þurfti á skólamálaþing Sambands Íslenskra Sveitarfélaga um morguninn en hún kom svo seinnipartinn.  Þvílíkur nagli að verða hún Helga í keyrslunni.  Hífandi rok og hálka með smá skafrenningi á leiðinni - alls ekki auðvelt.

Þegar hún kom suður tékkuðum við okkur inn á Hilton - Nordica og skiluðum Birtu til fjölskyldunnar.  Fórum fyrst í smá jólainnkaup á föstudagskvöld, en svo bara snemma í háttinn.

Reyndar byrjaði ég að lesa bókina hans Hrafns Jökulssonar, "Þar sem vegurinn endar" sem fjallar að mestu um ættarhreppinn minn, Árneshrepp á Ströndum, og nokkur ættmenna minna.  Í stuttu máli sagt finnst mér bókin frábær og skora sérstaklega á ættingja mína að lesa hana.  Hrafn nálgast þetta efni af yfirlætislausri virðingu og dregur fram þætti úr sögu hreppsins, í bland við einlægar lýsingar á raunveruleika lífsins.  Hef ekkert alltaf haft mikið álit á Hrafni, en mér finnst þessi bók hans alveg frábær!

Á laugardag byrjaði ég daginn uppi í ÍR-heimilinu, með tippurunum þar.  Að koma í ÍR-heimilið er að koma heim fyrir mig.  Alveg yndislegt fólk sem tengist þessu góðu félagi og það er alltaf jafn gaman að kíkja þangað og hitta það!  Góð byrjun á góðum degi semsagt.

Svo fórum við í Mecca Spa í dekur.  Þar hittum við Stjána og Rósu og Lauga og Helgu.  Nudd, ölsopi og pottur til ca. kl. 16.  Þá löbbuðum við Helga niður Laugaveginn og versluðum smá, svo upp á hótel til að taka okkur til fyrir kvöldið, sem leið á Lækjarbrekku, ásamt fyrrnefndum hjúum.  Frábær dagur í alla staði.

Sunnudaginn sváfum við út, fórum í ótrúlegt morgunverðarhlaðborð áður en við sóttum Birtu til mömmu, svo kíktum við á afa og ömmu í Austurbrún, í tvær búðir og svo heim í sæluna á Sandinum, í gegnum rok og leiðindaveður.

Það sem af er liðið vikunni er bara verið að vinna, jólaskreyta aðeins og undirbúa sig fyrir næstu helgi, þar sem við erum að fara með Sigríði Birtu í kirtlatöku á föstudagsmorgun hjá Einari Thoroddsen.  Verður örugglega ekki einfalt að ganga í gegnum það, enda erum við beðin um að vera í Reykjavík allavega til þriðjudags.

En oft er það að maður hættir að kvíða þegar maður heyrir vandamál annarra.  Hugur okkar er auðvitað líka hjá Stellu frænku og því sem hún og Raggi eru að vinna í þessa dagana.  Vona innilega að þeirra læknisheimsókn þýði það að litli prinsinn fái einhverja bót augnmeins síns.  Þau eru í bænum mínum þessa dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gangi ykkur vel með Sigríði Birtu í kirtlatökunni, man þegar ég fór með Stellu mína litla og það er alltaf erfitt að sjá börnin sín fara í svæfinugu. En segðu henni að hún fái mikið af íspinnum á eftir, var allavega svoleiðis í gamla daga.

 Gott að við fjölskyldan sameinumst í bæn fyrir litla Ragnar Snæ, ekki veitir þeim af í þessari stöðu. En ég trúi að allt fari vel, en erfitt verður það.

Knús til ykkar. Magga "móða"

Hulda Margrét Traustadóttir, 6.12.2007 kl. 09:10

2 identicon

Takk kæri frændi fyrir falleg orð. Já, þetta er erfitt og erfiðara verður þar. En við verðum að trúa því að saman komumst við einhvern veginn og einhvern tímann í gegnum þetta. Kvíði mikið fyrir aðgerðinni sem er áætluð í næstu viku.

Kann virkilega að meta orð þín í okkar garð.

Gangi ykkur sem best á morgun með Sigríði Birtu sem er ein af þeim flottustu litlu stúlkum sem ég hef hitt. Bestu kveðjur til ykkar, finnst alltaf gaman að sjá dætur þínar eldri á hlaupum í og úr skóla, flottar stelpur sem þið eigið og ætli það sé ekki strákur á leiðinni..hver veit..

Gangi ykkur vel

Stella (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 13:08

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Orð í belg,  gangi ykkur vel.  Ég er reyndar sannfærð um að það gengur allt vel bæði hjá "Birtunni og Snænum".  Knús í allar áttir.

Vilborg Traustadóttir, 6.12.2007 kl. 17:32

4 identicon

Ert þú þá ekki sami naglinn og Helga Lind? eða fórst þú ekki sömu leið?

Ingibjörg Þórðar (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband