Gamlárskvöld framundan.

Mikið óskaplega er nú gaman að vera svona heppinn að fá að vera í jólafríi. 

Reyndar hef ég þurft að kíkja á vinnuna mína annað slagið, en þá á þeim tímum sem mér hentar og því getað lagað fjölskyldulífið að því.  Enda höfum við bara haft það ansi gott.

Jólin voru náttúrulega ein samfelld matarveisla, sem byrjaði á frábærri skötuveislu hjá kvótahjúunum Möggu og Brynjari, afa og ömmu á Spáni eins og Birta kallar þau.  Þau eiga bátinn Steinunni SH sem dóttir mín yngsta hikar ekki við að sýna öllum sem vilja sem sinn bát!  Stefnir í að verða kvótaprinsessa sýnist okkur. 

Á aðfangadag klæði ég mig alltaf í kokksgallann.  Byrjaði á að útbúa "Ris a la mande" sem er að verða hefðbundinn eftirréttur þann daginn.  Það gerði ég í samfellu með möndluhrísgrjónagrautnum í hádeginu, sem by the way Helga Lind vann.  Þegar það var komið í farveg var að baða humarinn í hvítlauksblöndu og útbúa brauðið með.  Síðast en ekki síst voru svo nautalundirnar hanteraðar fyrir eldun. 

Þetta tókst allt alveg frábærlega og máltíðin frábær hjá okkur þremur sem dvöldumst hér, eldri dæturnar hjá mömmu þessi jólin. 

Á jóladag var náttfatadagur og hangiket, svo var haldið suður á annan í jólum.  Fyrst jólaboð hjá tengdó, svo þann 27. hjá Símoni, Siggu frænku Helgu og kvöldmatarboð hjá pabba og Gullu.

28. var svo hjá mömmu og við keyrðum svo heim í bölvuðu skítaveðri í gær. 

Í dag er svo 30.desember, dagurinn þar sem stelpurnar mínar eldri ætluðu að koma vestur.  Því miður virðast veðurguðirnir ekki samþykkja það þessa stundina, albrjálað veður hér núna og meira og minna ófært á landinu.  Vona nú að spáin standist og eitthvað gangi niður eftir hádegið, svo að við pabbi getum staðið við það að hittast með þær í Borgarnesi í dag......

Auðvitað gengur það eftir og þá verður heldur betur gaman í kvöld, þá verður pizzaveisla og pabbajól, þegar stelpurnar taka upp sínar gjafir og við hin þrjú fáum svona eina og eina til að vera með þeim í jólafýlingnum.

Svo er það náttúrulega gamlársdagur og kvöld, sennilega uppáhaldsdagurinn minn hvert ár!

Gleðilegt ár vinir mínir, megi það næsta færa ykkur endalausa gæfu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Gleðilega hátíð Magnús. Það er gott að heyra að þú hefur getað slappað af um jólin. Ég vona að þú hafir tíma til að kíkja á svar mitt við athugasemd þinni á blogginu mínu. Eg bíð spennt eftir að heyra almennileg rök.

Kveðja Asta

Ásta Kristín Norrman, 30.12.2007 kl. 11:17

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gott að heyra að allt var svona gott á nesinu um jólin. Vona svo sannarlega að dæturnar eldri komist vestur - en við landsbyggðafólkið erum öllu vön ! Gott að vera komin af nyrstu ströndum þegar að veðurlagi kemur Það er að blása eitthvað hér á Akureyri í dag en rok neeeeeeeeeiiiiiiiiiii, alls ekki....það hriktir ekki í þaki á blokkinni og það heyrast ekki hávær hljóðin frá brimöldunni í Eyjafirðinum.....svo mér finnst bara vera rjóma BL'IÐA !

En hafið það sem allra best um áramótin, og gleðilegt nýtt ár.

Verður spennandi í mars hvort það kemur ný frænka eða e.t.v. frændi í fjölskylduna !!!

Magga "móða" og co

Hulda Margrét Traustadóttir, 30.12.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband