Góður Þorsteinn!

Þorsteinn Þorsteinsson er mikill skólamaður.

Því kynntist ég þegar konan mín vann hjá honum í FG.  Á þeim tíma fór hún auðvitað á böll með nemendum og tók þátt í félagslífi þeirra sem eftirlitsaðili.

Veit þess vegna að þessi umræða er ekki ný.  Og auðvitað er þetta hárrétt umræða.  Ég hef hreint aldrei skilið það hvers vegna 16 ára böll voru slegin af um allt land, þ.e. úr samkomuhúsunum eins og Miðgarði, en leyfð í Reykjavík, undir yfirskininu "Framhaldsskólaböll".  Dauðatjöldin flutt inní kompur skemmtistaða.  Nemendur sem í maí kveðja grunnskólann sinn algerlega vímulaust á lokaballinu sínu, þar sem ekkert umburðarlyndi er fyrir drykkju, heilsa framhaldsskólanum sínum í ágúst á "busa"böllum þar sem meirihluti ballgesta er undir áhrifum vímuefna!

Og það er hárrétt hjá Þorsteini að foreldrar halda partý heima hjá sér fyrir slík böll, skreppa bara frá á meðan.  Svo eru þeir látnir sækja barn sitt upp úr miðnættinu vegna ofdrykkju og hringja alveg brjálaðir í skólann daginn eftir út af því að börnin skyldu vera svo drukkin.

Þetta hef ég oft heyrt, ekki bara frá FG, heldur líka úr öðrum skólum!

Gott Þorsteinn, gangi þér vel í þessu, vonandi fylgja fleiri á eftir.  Mín skoðun er að framhaldsskólar eigi að halda kefli grunnskólans um áfengislausar skemmtanir hátt á lofti og flytja allar skemmtanir inn í skólana, ef börn 16 - 19 ára vilja skemmta sér með áfengi eiga skólarnir ekki að útvega til þess aðstöðu.  Þetta er bara spurningin um að taka ákvörðun og standa við hana!

Svo er bara næst að hætta að leyfa ofbeldi gagnvart 16 ára börnum 1 - 2 daga á ári, þ.e. hætta að "busa" nýnema framhaldsskólanna.  Hvað er það eiginlega!!!!!!!


mbl.is Þreyttir á drykkju nemenda sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vil reyndar benda á að í flestum tilfellum er busunin eitt það skemmtilegasta sem maður man eftir úr framhaldsskóla. Ég er hálfnuð með annað árið mitt og ég man vel eftir busuninni minni, það var frábært. Það hafa allir rétt á að segja nei, og það var útskýrt mjög vel fyrir okkur að við mættum sleppa þessu ef við vildum og margir gerðu það.

Tinna (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Gott að heyra það Tinna.  Því miður hafa langt í frá þessa sögu að segja, veit um dæmi þess að gróft ofbeldi hafi átt sér stað á slíkum dögum og prúðustu börn breytist í "böðla" sem algerlega missi sig.  En gott er að sjá að bent hefur verið á leyfileika þess að segja nei í þínum skóla, það er lágmarkið, og svo það að það að segja nei kalli ekki yfir sig "eilífðarbusa" merkið sem stundum hefur þýtt langan tíma böggs, sem á íslensku gæti kallast einelti......

En umræða um busun verður að fara fram.  Hún á að vera skemmtun, laus við ofbeldi, andlegt og líkamlegt, og án þess að valda skemmdum á eigum þeirra sem það þola.

Magnús Þór Jónsson, 4.1.2008 kl. 11:18

3 identicon

Mikið er ég sammála..

Góð umræða og vel þörf..

Gleðilegt ár til ykkar allra

Stella (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband