Af smáfuglum og umræðum við kaffiborðið á Selhól.

Nýjustu heimilisvinirnir á Selhólnum koma úr fuglaríkinu.

Sigríður Birta lengi búin að væla um að við ættum að gefa fuglunum að borða, því það væri svo kalt.  Svo pabbi kom við í Kassanum í gær og keypti smáfuglafóður.  Kom heim í gær um rökkurbyrjun og við út að henda á skaflinn sem stendur sunnan við húsið.

Sátum við gluggann og ekkert gerðist.  Birta ekki kát.

Í dag þegar við komum heim úr leikskólanum var pabbi á því að kíkja á skaflinn, gefa smá meiri mat.  Birta ekki spennt, en fékkst með.  Þá var allt búið í matnum og leyfar hans (lífrænar) á skaflinum.  Við dreifðum nýjum skammti á skaflinn og fórum inn.

Og svei mér þá, um leið og við höfðum klætt okkur úr vetrargallanum hafði skaflinn fyllst af fuglum, einhverjir hundruðir snjótittlinga dönsuðu á skaflinum, Birtu fyrst í stað til mikillar gleði.  Svo allt í einu spurði hún mig: "pabbi, mega fuglar kúka í garðinn okkar?"  Ég reyndi að ræða um dýr og náttúru, en eftir stendur að hún vill helst ekki að kúkað sé í garðinn á Selhól, þannig að við óskum hér með eftir aðstoð við þann vanda, ef einhver veit gott ráð er það vel þegið.  Við viljum samt ekki missa fuglana!

Svo settumst við og fengum okkur kaffi, og ég spurði frétta úr leikskólanum.  Ekki stóð á svari.....

"Pabbi, það má ekki reykja".  "Nú" sagði ég, "út af hverju ekki".

Svarið:

"Því þá fær mann krabb". 

Og ekki orð um það meir.  Vona að þessi sannfæring hennar verði eitt af leiðarljósum lífsins hennar!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er gott að hafa skýr marmið og fylgja akveðnu leiðarljósi í lífinu. Skrýtið meðð fuglana ég man ekki eftir skít úr þeim á skaflinum á Sauðanesi1 Kannski erfþað fæðið?

Vilborg Traustadóttir, 29.1.2008 kl. 21:28

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Alveg dásamleg þessi börn, einlæg og skemmtileg. Sigríður Birta man vonandi þessi orð um reykingarnar síðar meir......það var verra með fugladritið, ef henni óar við því

Gott að heyra að þið eruð hress og styttist í fjölgun á heimilinu

Maggi lofaðu mér að vita meira af þessu með viðtalið við Sigmund Erni svo ég missi nú ekki af því

Hulda Margrét Traustadóttir, 30.1.2008 kl. 08:20

3 Smámynd: Ísdrottningin

Bara að kvitta fyrir lesturinn ;)

Ísdrottningin, 30.1.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband