Stórkostleg skemmtun!

Það er ekki oft sem maður verður vitni að "amerískum endi" í raunveruleikanum.

Það var aftur á móti uppi á teningnum í nótt! Ekki var séns að fara að sofa fyrr en kl. 4, spennan var gígantísk og í raun er engin íþrótt til sem vekur með manni meiri spennu, þetta var óbærilegt.

Gangur leiksins í lokin, þar sem stóra liðið Patriots náði loksins að skora sitt snertimark 3 mínútum fyrir leikslok, var ævintýrið um Öskubuskuna sem enginn hafði trú á.

Lítill bróðir ofurstjörnu, sem horfði á og klappaði fyrir bróður sínum, og hafði verið gagnrýndur í allan vetur sýndi snilldartilþrif og tryggði liðinu sínu sigur hálfri mínútu fyrir leikslok.

Gargandi, Argandi snilld að fylgjast með svona íþróttakappleikjum sem draga fram allan skalann í mínum haus allavega, hreifst fullkomlega með New York Giants þó þeir séu ekki mitt lið í NFL og gladdist með Öskubuskunni, Eli Manning þegar hann var kosinn maður leiksins í lokin.

Íþróttir eru æði!


mbl.is New York Giants unnu Superbowl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, þegar ég sá fyrirsögnina hélt ég að þú værir að fara að blogga um þorrablótið í Ólafsvík, hahahahaha

Frétti áðan hvernig þú varst nú eiginlega  bara tekinn í nefið, hefði viljað verða vitni að því, 

 Kveðja úr sveitinni, Guðný

Guðný í Knarrartungu (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband