Af blóti og snjó.

Hæ hó.

Er ferlega leiður á því að hafa ekki farið í það að skrifa meira á bloggið mitt, bara eins og svo oft búið að vera ansi mikið í gangi.

Get auðvitað ekki annað en byrjað á að tala um Þorrablótið í Ólafsvík.  Þar auðvitað fékk skólastjórinn á sig föst skot.  Var í Liverpoolgallanum, síblaðrandi í spurningaleiknum "Ekkert svar".  Vissi enginn svar og Þorgrímur leiddi hann út af sviðinu talandi mikið við sjálfan sig, um sjálfan sig!!!

Eins og það líkist mér eitthvað!Wink

En við skemmtum okkur konunglega á blótinu, maturinn var æði og borðfélagarnir indælasta og skemmtilegasta fólk.  Skemmtiatriðin auðvitað innansveitarkrónikur, vel heppnuð.  Ari tannlæknir fór á kostum sem skólastjórinn!

Frá laugardegi hefur verið nóg að gera í vinnunni og á heimilinu.  Síðasta vika febrúar, fæðingarvikan, kemur nær eins og óð fluga.  Nóg sem þarf að gerast áður, í heimilis- og  einkalífi.

Ætluðum suður í kvöld, en frestum ferðinni til morgunsins vegna óveðurs.  Snjórinn orðinn ansi mikill, farinn að minna mann á gamla vetur í firðinum fagra fyrir norðan og á héraðinu fyrir austan.  Bara nokkuð vinalegt í raun, þó ekki á svona degi, þegar maður ætlaði að ferðast.

En koma tímar og ráð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur verið að þú sért orðinn nógu áberandi í Snæfellsbæ til að fá skot á þorrablóti?????  Góða ferð í bæinn!

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband