Svo kom rok og rigning!

Fyrirsögnin bara að vísa í veðrið, vorkenni Jóa og Jún vinum okkar mikið að vera að byggja hús við Selhól þessa dagana, er ekki lítið volk sýnist manni.  Við urðum fyrir eilitlum rafmagnstruflunum að þeim völdum en það er ekkert miðað við verk þau sem Jói karlinn stendur í núna.  Skilst á honum að einingarnar verði orðnar að húsi í dag og því fjölgar væntanlega fljótlega í götunni.

Annars er tvennt auðvitað aðalatriðið.  Á fimmtudaginn næsta verður frumsýning á leikverkinu sem ég samdi í fyrrasumar.  Það er á fínni áætlun og verður örugglega heljarskemmtilegt að verða vitni að því.  Stebbi, Gunnsteinn, Harpa og Siggi kölluð til fundar og lokapepps í gær, sem gekk vel.

Svo er að styttast í Akranesið og erfingjann.  Það verður lagt í hann héðan sunnudaginn 24.febrúar og fæðingin verður svo þann 25.febrúar.  Orðið hættulega nálægt og svolítið skrýtið að vita daginn og undirbúa sig þannig. 

Undirbúningur á heimilinu auðvitað í gangi.  Helga búin að fá Lazyboy stólinn í stofuna og ný kommóða stendur tilbúin, verið að vinna í að redda körfu og öðru smálegu.  Thelma og Hekla hafa verið hér þessa vikuna og verða því varar við undirbúninginn, sýnist þær hlakka mikið til.

Í morgun kom svo upp nýtt stuð.  Sigríður Birta er komin með hlaupabólu.  Fyrst vorum við svekkt, en urðum svo glöð, því enn verra hefði verið ef hún hefði veikst nær fæðingu og núna ætti að vera ljóst að nýburinn verður ekki í hættu með að fá hlaupabólu fljótlega upp úr fæðingunni.

Þannig að fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.  Er farinn að gefa HlaupaBirtu að borða......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ragnarsson

Mikið er gaman að fylgjast með ykkur þarna úti á nesinu. ég var hins vegar að velta fyrir mér hvað þið ætlið að gera með körfu í tengslum við nýja barnið. Meinaru kannski vöggu? eða þannig.

Örn Ragnarsson, 16.2.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband