Frábær kokteill, Borgfirðingur (eystri) og Breiðhyltingar.

B-in 2 eru mögnuð þessa dagana. Kom mér bara ekkert á óvart, okkur ÍR-ingum hefur gengið ágætlega gegn Fjölni síðustu árin í þessu móti og ég var alveg sannfærður um að þennan möguleika myndu menn alveg geta nýtt.

Er mjög glaður að sjá minn góða vin, snillinginn Guðlaug Baldursson, fara svona vel af stað með liðið. Var aldrei í vafa um að hann væri besti kostur ÍR og var líka afar öruggur um það að hans nálgun í fótbolta ætti vel við strákana, sem ég þekki flesta afar vel.

Þetta er mikið gleðiefni fyrir okkur sem styðjum ÍR og verður mjög gaman að fá að sjá liðið spila svo stóran leik og fá góða umfjöllun. Tilbreyting, en eitthvað sem verður oftar á næstu árum, enda ÍR klárlega með burði til að verða alvöru úrvalsdeildarfélag á næstu árum.

Fer greinilega vel saman þegar menn frá Borgarfirði hinum eystri þjálfa í Breiðholtinu. Sá sem lék það síðast heitir Njáll Eiðsson, með honum fórum við upp í þá efstu. Vona heitt og innilega að Laugi karlinn fylgi á eftir hans góða fordæmi.

Enda Breiðholtið að mínu viti stærsta sveitaþorp landsins með öllum þeim góðu kostum sem því fylgja. Áfram ÍR!!!!


mbl.is ÍR-ingar í úrslit gegn Frömurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband