Komnar myndir!

Sælt veri fólkið.

Undir myndaalbúm er nú kominn nýr linkur, "nýji erfinginn".  Þar er nú að finna nokkrar myndir af litlu rúsínunni okkar, einni sér og með systrunum sínum þremur.  Við foreldrarnir bíðum betri tíma með myndir af okkur.

Stúlkan hefur það afar gott, braggast vel og er afar vær og góð.  Stundum bara næstum löt.

Helga auðvitað enn afar aum eftir keisaraskurðinn, en þokast nær.  Er stundum aðeins of hörð við sig, en þetta þokast allt í rétta átt.  Stefnt að heimferð einhvern tíma um helgina, en ætlum ekki að vera stressa okkur, heldur fara heim þegar Helga er tilbúinn.

Fær frábæra aðstoð hjá alveg yndislegu starfsfólki Kvennadeildar SHA.  Erum í skýjunum með alla sem að fæðingu stúlkunnar okkar hafa komið.  Frábær andi á sjúkrahúsinu og allir uppteknir af því að láta mæðgunum líða sem allra best.  Algert æði! 

Mér var svo tilkynnt í dag að nú væri ég kominn í KR.  Ég varð undrandi þangað til skýringin kom, KvennaRíki.  Tel nú allar líkur á því að við Helga látum nú gott heita í barneignum og þar með að verða ljóst að KR er málið.  Þetta KR auðvitað hið besta mál, annað en íþróttaliðið vissulega sem er jú bara gott fyrir KR-inga! 

Vona að þið njótið myndanna, meiningin er að reyna að týna hér inn myndir smátt og smátt, um leið og við ætlum að uppfæra eldri myndaalbúm!

Þökkum kærlega góðar kveðjur hér á síðunni og í síma og persónu.  Gott að eiga góða vini! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

aftur til lukku með dúlluna, hún er nú mjög lík Birtu og mömmu sinni. Algjör dúlla, hlakka til að hitta hana.

 Kveðja frá öllum úr Grindavíkinni 

Jóna Rut 

Jóna Rut (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 00:23

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þið eruð aldeilis rík Maggi og flottur hópur  - hún er alveg stórfalleg litla dúllan eins og hinar systurnar verður gaman hjá henni að ráðskast svolítið með þær þegar frá líður !

Hulda Margrét Traustadóttir, 28.2.2008 kl. 08:21

3 Smámynd: Ísdrottningin

Þú mátt aldeilis vera stoltur af prinsessunum þínum, þetta er fríður flokkur sem þarna fer :)

Ég óska ykkur enn og aftur innilega til hamingju. 

Ísdrottningin, 28.2.2008 kl. 11:49

4 identicon

Kæru vinir. Innilega til hamingju með fallegu stúlkuna.  Bestu kveðjur frá öllum í Neskaupstað.

Ingibjörg Þórðar (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband