Aðeins af boltamálum

Ákvað aðeins að demba hér inn smá fótboltadæmi í smástund.

Þannig er nefnilega að í kvöld leika ÍR-ingar til úrslita um Reykjavíkurmeistaratitilinn í fótbolta.  Ég stefni á að kíkja í Egilshöllinni og samgleðjast mínum góðu vinum í ÍR.  Skoðaði leikmannalistann sem þeir innihalda núna og er svo glaður að sjá að þar eru ansi margir drengir sem "aldir hafa verið upp" hjá félaginu.

Þegar við Stjáni komum til ÍR fyrir nokkrum árum var það okkar ætlun að byggja upp lið ÍR-inga.  Því miður steig Kristján út úr því verki eftir eilitlar hremmingar og tímabundið stopp kom í þá hugsjón.

Eina ástæða þess að ég tók að mér starf meistaraflokksþjálfara hjá ÍR var sú að ég taldi hugsjón mína skila liðinu jákvæðu áfram.  Síðasta árið sem ég þjálfaði náði ég að negla öðlingsdrengina Guðfinn og Elvar, auk Erlings Jack, en því miður náði ég ekki í Gunnar Hilmar.  Mig langaði í Baldvin Hallgrímsson en þá var hann að leika á fullu með Þrótti og við höfðm ekki erindi sem erfiði þar, en fengum Óla Tryggva um stund í staðinn.

Þess vegna finnst mér frábært að sjá þetta ÍR lið, byggt upp af ungum ÍR-strákum í bland við þá höfðingja sem okkur tókst að fá til liðs við okkur í nóvember 2005.  Auk auðvitað Mývetningsins geðþekka Baldvins, sem gekk til liðs við ÍR í fyrra.  Vonandi verða Elli Jack og Gunnar Hilmar í formi og til í slaginn í sumar.

Þess vegna ætla ég að fá smá boltafiðring í kvöld og ákvað að setja smá boltahugleiðingu, því stundum finnst mér ég eiga smá í þessu liði og ekki síst nú þegar annar uppáhaldsþjálfarinn minn á Íslandi, snillingur í því að vinna með unga menn, er við stjórnvöl.

Í kvöld, áfram ÍR-ingar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband