Hinn fullkomni Glæpur!
3.3.2008 | 10:07
Þá meina ég auðvitað sjónvarpsþáttinn sem rann sinn enda í gær.
Svei mér ef þetta er ekki besta sjónvarpsdrama sem ég hef séð! Er búinn að vera heltekinn síðustu 20 vikur, ekki misst úr þátt og hápunkturinn var auðvitað í gær þegar gátan var loksins ráðin!
Auðvitað er ég grobbinn af því að allt frá því að leigubílstjórinn Leon kom inní dæmið sem starfsmaður Birk-Larsen var ég sannfærður um að Vagn væri sekur, en vantaði kannski mótívið þangað til á síðustu metrunum, forboðin ást og hatur á elskhuga Nönnu málið, auk þess sem upp hefur tekið sig gamall perraháttur.
Theis ræfillinn og Troels gerðir aumkunarverðir í lokin hvor á sinn hátt, Theis skilur fjölskylduna eftir í vanda og Troels greinilega orðinn strengjabrúða flokksvélar, óhæfur borgarstjóri Kaupmannahafnar, situr bara fyrir valdið eins og Bremer, stjórnað af öðru en hugsjónum.
Sarah Lund einfari orðin útundan alls staðar, fórnaði fjölskyldunni til að leysa málið en situr svo uppi með dáinn félaga, rúin trausti af yfirmönnum sem vildu helst hafa gleymt málinu við fyrsta sökudólg.
Frábær endir fyrir mig allavega á stórkostlegum þáttum sem mig langar til að þakka Danmarks Radio fyrir að fara útí og gefa sér svo mikinn tíma í metnaðarfullt plott og flækjur.
Hvað gerir maður nú á sunnudögum kl. 20:20. Vonandi er bara stutt í næsta Örn..........
Athugasemdir
snilldarþættir
Hólmdís Hjartardóttir, 3.3.2008 kl. 10:28
Sammála..MJÖG góðir þættir og eiginlega spælandi að þeir séu búnir..
Gaman að sjá ykkur aðeins í Smáralindinni og ég vona að þú hafir náð að tæma listann í Babysam
Stella (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 14:40
Vá, hvað er gaman að lesa þetta blogg Maggi - þvílíkt yndi fyrir dönskukennarann Þú ert annars hörku analyser! Já, og til hamingju með litlu Helgu Lind-ina þína Bestu kveðjur úr borginni Eva og co.
Eva Seyðfirðingur (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 16:15
Hæ hæ ! Mig langaði nú bara að óska ykkur innilega til hamingju með fallegu stelpuna ykkur, svakalega slétt, fín og falleg Þú skilar kærri kveðju til Helgu Lindar fyrir mig !!!
Kær kveðja frá Eyjum
Þóra Matthildur (systir Ingibjargar) og stelpurnar
Þóra Matthildur (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.