Þarf nú ekki snjókomu til!
5.3.2008 | 16:35
Var ásamt góðum vinum mínum í Veiðfélagi KristinfræðiKennara úr Breiðholtsskóla í þessum ágætu húsum fyrir nokkrum árum.
Eftir mikið stuðball í Höllinni þrömmuðum við út í myrkrið í átt að næturgistingunni okkar og það gekk nú ekki þrautalaust hjá öllum, menn ætluðu að stytta sér leið í kuldanum, eða fylgja vegi eða beygðu á röngum stað út úr bænum.
Ég get rétt ímyndað mér að það hafi verið útlendingum erfitt að ganga þessa leið á móti hríðarbylnum!
Ábyrgðarhluti fyrir Vestmanneyinga að búa nú til upplýstan göngustíg þarna uppeftir, menn verða náttúrulega að fá aðstoð við að rata heim eftir gleði að vestmanneyskum sið!!!
![]() |
Bretar hætt komnir í hríðarbyl í Eyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
svo þú ert í þeim hámenningarlega félagsskap
Brjánn Guðjónsson, 5.3.2008 kl. 17:16
Borða meira - drekka minni - ;-)
Vilborg Traustadóttir, 6.3.2008 kl. 12:23
Veðrið var nú skuggalegt og menn illa klæddir og leigubílsstjórinn þurfti að láta þá út á miðri leið vegna ófærðar. Að auki voru þeir á leið upp í Steinsstaði sem eru töluvert lengra í burtu en bústaðurinn sem þið gistuð. Svo finnst mér nú líklegt að þeir hafi ekki verið klæddir í heimskautaleiðangur eins og hefði kannski þurft.
Drífa Þöll (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.