Böðvarsholtsdrengirnir komnir í gírinn!
15.3.2008 | 20:40
Gott að heyra að veðurlag og snjó- og ísmagn er nú á þann hátt að hægt er að halda áfram með þessa þörfu vegagerð.
Aksturinn á þessum vegi er gríðarlegur frá apríl og út september og því fyrr sem hann verður kominn í stand því betra. Ég er nú á því að þessi leið, frá Hellissandi að Búðum sé nú ein sú skemmtilegri að keyra, hvað þá ef maður gefur sér tíma til að kíkja á þá staði sem á leiðinni verða.
Á eftir að gera það mun oftar eftir olíumalarveg!!!
Vegagerð undir Jökli hafin á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir með þér,ég á að vísu heima Austur á landi en kem á Sæfellsnesið á hverju sumri og dvelst þar viku til hálfan mánuð, og það er afskaplega misheppnað sumarfrí ef ekki er farið að minnsta kosti einu sinni " Fyrir Jökul " það er afspyrnu fallegt þarna og alltaf eitthvað nýtt að sjá.
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 15.3.2008 kl. 21:41
hehe bara að làta tig vita að það eru 55 metrar ì dìrðina (hèðinsfjörð)
sigurjòn (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 22:32
Já, verður mjög gaman að koma í Héðinsfjörð, hef aldrei verið þar á landi, aðeins á sjó og á Reyðará. Verður skemmtilegt.
Magnús Þór Jónsson, 16.3.2008 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.