Sólveig Harpa Magnúsdóttir.
22.3.2008 | 21:45
Var nafnið sem við Helga Lind töldum best hæfa litlu stúlkunni okkar.
Hún fékk nafnið formlega í indælli og látlausri, en hátíðlegri, skírnarathöfn í Ingjaldshólskirkju í dag. Við erum mjög glöð með daginn, þeir ættingjar sem voru á svæðinu stóðu sig vel, mamma og Thelma Rut lásu ritningargreinar, Sigríður Birta og Helga María dreifðu sálmabókum og pössuðu kerti litlu dömunnar og Hekla Rut hélt á yngstu systur sinni og opinberaði nafnið.
Skírnarvottar og guðforeldrar voru þrír, Thelma Rut Magnúsdóttir, Guðlaug Kristmundsdóttir og Símon Hermannsson.
Fyrir þá sem ekki þekkja til er þetta nafn í höfuð tveggja indælla kvenna sem standa okkur nær. Önnur, Sólveig, er móðir mín og Harpa er systir Helgu Lindar.
Okkur finnst nafnið ríma vel við litla ljósið okkar og erum viss um að hún eigi eftir að verða mikil gæfumanneskja! Því miður er það nú svo að myndirnar á okkar vél tókust ekki nægilega vel en við vonumst til að fá frá Ödda litla eða pabba fljótlega.
Í myndum af nýja englinum er þó ein ný, frá deginum. Þar er Sólveig Harpa Magnúsdóttir í bleikum kjól sem vígður var á skírnardegi Sigríðar Birtu og hún er á henni með krossinn sem amman frú Sigríður gaf Sólveigu í síðustu viku.
Athugasemdir
Til hamingju með þetta fallega nafn á þessa fallegu stúlku. Hún mun bera það með sóma. Það passar líka svo vel með nöfnum systra hennar sem heita allar fallegum nöfnum sem passa vel við þær.
Til hamingju með daginn.
Stórt knús!!
Vilborg Traustadóttir, 22.3.2008 kl. 23:23
Bestu kveðjur að norðan og til hamingju með fallegt nafn á prinsessuna
Stella og strákarnir
Hulda Margrét Traustadóttir, 23.3.2008 kl. 12:34
til hamingju með nafnið.
ein lítil krúttleg saga:
dóttir mín sem er yngst fjögra systkina sagði eitt kvöldið rétt fyrir háttinn.
"mamma veistu af hverju ég ákvað að koma til ykkar?"
" nei það vissi ég ekki"
"jú það var nefnilega þannig að þegar ég var uppi hjá guði og beið eftir því að fara til foreldra. Þá leitaði ég lengi og skoðaði alla foreldra sem voru til. Ég sá þá hvað þú og pabbi voru góð við börnin ykkar og ákvað að koma til ykkar."
hvað getur maður sagt; fólk sem á mörg börn veit að fjórða barnið setur allt á annan endann. En það skiptir þó meira máli að vera valin af barninu.
þú og þín kona eru sennilega líka útvalin
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 23.3.2008 kl. 13:31
Til hamingju með nafnið èg þykist vita að amman hefur verið ànægð bestu kv frà siglò
Sigurjòn Pàls (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 21:04
Innilega til hamingju með nafnið, fallegt nafn á fallega frænku
Kveðja úr Grindavík
Jóna Rut og fjölsk.
Jóna Rut (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 19:16
Innilega til hamingj með dömuna og fallega nafnið hennar, hún er hrikalega mikil dúllan og ekki frá því að hún sé nú bara soldið lík mömmu sinni.
sendi kveðju til ykkar allra
Arnheiður
Arnheiður Magnúsdóttir, 27.3.2008 kl. 16:30
Til hamingju með nafnið á litlu dömunni. Það er mjög fallegt og kraftmikið. Þó er varla auðvelt að finna endalaust stelpunöfn - a.m.k. átti ég í erfiðleikum með að velja nafn þegar fjórði strákurinn minn fæddist
Skilaðu kveðju til Helgu Lindar frá mér.
Kveðja frá Norðfirði, Lilja
Lilja Guðný Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.