Hún á afmæli í dag!

Mamman nýbúin og Birtan er næst.

Í dag er hún Sigríður Birta, sú þriðja í röð hinna fjögurra fræknu systra, fjögra ára gömul.  Í dag er heilladagurinn hennar.  Af tillitssemi við ömmur og afa að sunnan og vegna þess að margir afmælisgestanna voru uppteknir í dag héldum við mikla veislu í gær.

Í hana komu 7 jafnaldrar Birtu auk þess sem afarnir Ölli og Öddi og ömmurnar Sigga og Gulla komu að sunnan.  Hér var MIKIÐ stuð.  Pizzubakstur, kökugerð og svo kjúklingasalat a la Helga Lind veitingarnar og eftir mikið frjálsræði í leikjum og dótastuði fékk Hekla það hlutverk að stjórna leikjum.  Það gekk auðvitað vel!

Birta átti auðvitað erfitt með að höndla athyglina og það að sinna öllum.  Einstaka grátköst eyðilögðu þó ekki daginn sem var mjög skemmtilegur.  Þegar börnin voru farin heim var nýja hjólið prófað og síðan skrúfaði Ölli afi saman útihúsið og þar var Heklu stóru systur boðið í te og slíkan snæðing.

Semsagt bara frosið bros.  Áðan vöknuðum við og fórum fram við Birta.  Þá sagði hún mér strax, pabbi ég á líka afmæli í dag.  Já sagði ég auðvitað og kyssti hana til hamingju.  "Hvenær koma krakkarnir".

Ég er enn að reyna að útskýra það hvers vegna það er bara ein afmælisveisla á ári.  Hefur enn ekki verið samþykkt fullkomlega!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Til hamingju með dagana mæðgur. Hefur verið fjör á nesinu. Birtan líklega fær bara annan í afmæli þar sem það er nú sunnudagur í dag, ekki verra að afmælisdagarnir verða tveir úr einum 

Gott veður í Eyjafirðinum, vorum að koma af sunnudagsgöngunni með Dalí þar sem var mikið fjör,við m bara í fannferginu í Hlíðarfjalli og gengum greitt í sólinni  gott að koma heim og hvíla lúin bein.

Biðjum að heilsa

Hulda Margrét Traustadóttir, 6.4.2008 kl. 15:05

2 Smámynd: Ísdrottningin

Til hamingju öll sömul með afmælisdagana

Ísdrottningin, 7.4.2008 kl. 12:46

3 identicon

Til lukku með dömurnar

Stella (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband