Alls konar blogg!

Ferðum mínum á samninganefndarfundi lauk í bili á miðvikudaginn.  Þá var skrifað undir samning fyrir Skólastjórafélag Íslands í herbúðum Ríkissáttasemjara.  Samningurinn held ég að sé viðunandi, þó ég sé í þeim hópi skólastjóra sem minnst fá út úr honum þá eru þar atriði sem munu nýtast mér í ekki svo fjarlægri framtíð.  Að auki fengum við ágætan samning síðast og nú var lykillinn að hækka lægstu stjórnendalaunin, sem tókst vel.

Var skemmtileg reynsla, vonandi fæ ég að taka aftur þátt í svona vinnu, kannski enn meira "hands on" heldur en hingað til!

En á miðvikudagskvöldið var ég nú samt ansi lúinn á ferðalögunum á milli, enda við Helga líka búin að vera dugleg að heimsækja Reykjavík að undanförnu.  Nú er komið að því að slaka aðeins á í því flakkinu, enda styttist óðum í sumarið og maður þarf vissulega að fara að undirbúa sig undir sumarflakkið og því þarf maður ferðahvíld.  Við Helga ætlum að vera á Akureyri 4. - 10.júlí, vera á Sandaragleðinni helgina 11. - 13. júlí og svo á að reyna að fara austur og stoppa þar í góðan tíma.  Rúlla aðeins um firðina og Héraðið góða.  Útlönd hvíld, allavega fram á haustið.

Svo vona ég reyndar að ég fái svolítið af dómarastörfum hjá KSÍ, finnst það þrælgaman og heldur mér í tengslum við boltann góða. 

En auðvitað ætlum við mest að njóta sumarsins á Sandinum góða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband