Verður ógeðslega gaman á laugardagskvöldið!!!
22.5.2008 | 21:45
Fyrsta alvöru Eurovisionpartýið síðan Birgitta brá sér erlendis fyrir ALLNOKKRUM árum!
Framlag Íslands kröftugt og flott á sviðinu, og mikið svakalega var gaman að heyra Iceland og sjá nafnið okkar koma upp úr þessum hræðilegu umslögum!!!
Úrslitin í kvöld voru mér mjög að skapi. Portúgal, Danmörk og Tyrkland, flott lög, áfram og bara eitt sem mér leiddist, það að þetta hallærislega sjóræningjaatriði kæmist áfram og technoreggýið frá Búlgaríu sat eftir.
En þetta fyrirkomulag var að virka vel. Flott lög í úrslitum og ruslið sat eftir. Að mestu leyti allavega......
En á Selhól 5 verður grillað snemma laugardagskvöldið 24.maí, snakkið tilbúið rétt fyrir sjö og atkvæðaseðlar heimilisins liggja á borðum ekki seinna en 18:47.
Áfram Ísland!
Ísland áfram í Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.