Svo var það þetta með sjóferðina....
25.5.2008 | 09:35
Hún fór víst þannig!
Svo sem ekkert versta lag sem unnið hefur Eurovision en líka langt frá því að vera það besta og lifir líklega ekki áfram í minningunni.
Held að úrslitin hefðu kannski orðið meira spennandi fyrir fleiri ef bara þau lönd sem áttu fulltrúa í gær hefðu fengið að greiða atkvæði, en það er ekkert endilega víst.
Með allri virðingu fyrir útkomu okkar Íslendinga, sem fyrst og fremst var vegna atkvæða frá Skandinavíu auðvitað, er ljóst að fyrir keppnina sjálfa er viðbúið að Frakkland, Bretland, Þýskaland og Spánn fari nú eitthvað að hugsa ganginn upp á nýtt.
Virðist engu máli skipta hvað þeir gera, þeir fá aldrei nein stig.
Sigurvegarar keppninnar, auk Dima Bilan, fannst mér vera Grikkland og Noregur sem fóru miklu lengra en búist var við. Gríska lagið reyndar leiddist mér en það norska var flott.
En okkar fólk var flott á sviðinu í Belgrad og verður örugglega það sama upp á teningnum í Moskvu, þó sennilega sé lítill sigurmöguleiki þar eins og í ár.......
Rússar unnu Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrst af öllu var þetta skemmtilegt kvöld - en mæli með skiptingu austur og vestur Evrópu.....Glöð með Noreg og Ísl. og Portugal voru að gera góða hluti. José þýddi fyrir mig Portugalska textann og hann er ofsalega fallegur og tilfinningaþrungin eins og mér fannst henni Vaniu takast að túlka hann Var einn Portugali hér hjá okkur í grilli ígær, sem er nú ekki vanur að horfa á þessa keppni en við gátum ekki annað en társt og fengið gæsahúð !
Yfir 20. stig á Akureyri í dag og svalirnar bíða og sólstóllinn. Knús
Hulda Margrét Traustadóttir, 25.5.2008 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.