Maður reynir að lifa af blíðuna!
31.7.2008 | 09:11
Þvílíkt sumar.
Maður bara nærri því gleymir ofsarokunum og skafrenningi vetrarins. En ekki alveg.......
EN nú er komið að því að ég þarf að reyna að lifa af blíðuna. Hef verið í vinnu hluta úr degi alla síðustu viku og í næstu viku er komið að 8 - 16 dögum á skrifstofunni minni góðu í Ólafsvík. Ekki það að maður hefur verið duglegur að sækja sér sól á Sandinum og víðar, og því kannski bara allt í lagi að vera í svalanum á Ennisbraut 11 um sinn.
En fyrst er þó Verslunarmannahelgin. Eftir flandur sumarsins verður kjarnafjölskyldan á Hellissandi og tekur á móti góðum vinum. Miðað við veðurspá verður mikið um margs konar útiveru og væntanlega mikið af góðum grillmat með meðlæti.
Thelma og Hekla eyða svo helginni í Portúgal hjá ömmu Sollu. Þær fóru út 24.júlí og hafa nú verið þar í rétta viku, koma heim eftir aðra. Af fréttum af þeim að dæma gengur allt glimrandi vell þarna úti og afslöppuð gleði við völd.
Eins og á Ísa-Heitu-Landi!
Athugasemdir
Dásamlegt!!
Vilborg Traustadóttir, 1.8.2008 kl. 17:11
Hvað ertu að minnast á skafrenning og ofsarok ? Ég var meira að segja alveg búinn að gleyma því að ég ætti heima á Íslandi.
kv.
ES
Eyjólfur Sturlaugsson, 1.8.2008 kl. 23:20
já Maggi, gott var það hjá ykkur en þegar veðrið lagaðist hér þá var það þrusu gott , maður sat sveittur í bankanum dag eftir dag ! En nú er langþráð frí hafið og stefnan tekin til Port í vikunni. Þar verður líklega hiti og sviti ! Knús á línuna ! Magga móða
Ketilás, 3.8.2008 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.