Komið fram í ágúst
9.8.2008 | 09:10
Og orðið ljóst að þetta sumar er orðið það besta í mínu minni. Þvílík dýrð!
Búin ein vinnuvika þar sem stjórnendur og almennt starfsfólk hefur verið við störf. Skipulagning og útgáfustörf það sem er í gangi þessa dagana. Svo í næstu vika eru það námskeið og fundir. Alltaf gaman að byrja aftur í vinnunni auðvitað.
En í næstu viku ætla ég að leggja í smá ferð. Afi minn verður níræður 13.ágúst og frændur mínir Mángi og Jonni hafa í samfloti við hann skipulagt siglingu norður á Ströndum honum til heiðurs. Sigla á frá Norðurfirði og á Hornstrandir. Ef veður er gott og við í stuði á að keyra allt að Horni. Með viðkomu í Reykjarfirði nyrðri.
Við litli bróðir keyrum norður á þriðjudagskvöld eftir vinnu og svo heim aftur á fimmtudag. Verður fínn endir á frábæru sumarfríi! Hlakka mikið til að koma aftur í Árneshrepp, ætla að fara á kaffihúsið í Norðurfirði og í sund í Krossneslaug. Alveg á hreinu!
Stúlkurnar mínar lentar aftur á Íslandi eftir vel heppnaða heimsókn til Portúgal. Sýnist allir aðilar vera mjög ánægðir, mamma, ég og þær. Ljóst að vináttuböndin hafa styrkst verulega, auk þess auðvitað sem hollur brúnn litur liggur nú á húð þeirra. Ekki það að svoleiðis er nú örugglega um okkur öll á blíðulandinu....
Athugasemdir
hæhæ vildi bara láta vita af afmæli hann gamli minn verður
þá 40 ára og ættlum við bjóða þér eða öllum í afmlis part milli 2--6
vona svo innilega að þið komið ........Kveðja Inga Rósa
Inga Rósa (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.