Alvarlegt mál!

Kemur mér lítið á óvart og er sannfærður að við höfum alltof lengi verið með lokuð augun fyrir þessum vágesti!

Hef þurft að aðstoða unglinga með þessa fíkn og hún er hrein skelfing, alveg eins og aðrar fíknir.  Því miður er auðvelt að fela hana og mörkin hvenær áhugamál er orðið að fíkn oft óljós.  En við verðum að hafa augun opin fyrir tölvunotkun barna okkar og setja snemma mörk fyrir því hversu mikið þau mega vera fyrir framan skjáinn.  Þetta er bara enn einn brunnurinn sem erfitt er að byrgja eftir að barnið er dottið.

Svo hlýtur að fara að koma hér upp umræða um þá fíkn sem mér finnst vaða hraðast upp þessa dagana.  Sú fíkn er ásókn í póker.  Sérstaklega á meðal ungra karla.  Fyrst voru það spilakvöld í heimahúsum en á undanförnum mánuðum hefur hún birst með gríðarlegri netspilamennsku.   Ég þekki mjög marga sem hafa tapað gríðarlegum upphæðum á þessum skemmtilega leik og skora á fólk að athuga þá miklu vá!


mbl.is Tölvufíkn veldur brottfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband