Landslagið er splunkunýtt
26.10.2008 | 13:06
Glætan að ég hefði valið mér flokk ef ég hefði verið spurður!!!!
Í þessari ólgu hafa ALLIR flokkar gert mistök, vissulega mismörg, en allir samt! Ný-Frjálshyggjan er dauð og það er það sem verið er að sýna Sjálfstæðisflokknum. Ítreka enn það sem ég sagði nú nýlega að Geir og Þorgerður verða nú að stýra því skipi inn á miðjuna og KASTA FRÁ BORÐI þeim sem hafa talað hæst fyrir þeirri ónýtu stefnu. Ef þeim tekst það mun þjóðin sjá aftur að þeim er treystandi.
Samfylkingin getur ekki litið framhjá því að þeir hafa nú verið í ríkisstjórn í 18 mánuði og hafa EKKERT gert á þeim tíma til að laga ástandið. Þó voru þeir að stjórna Viðskiptaráðuneytinu! Skil því ekki alveg þeirra góðu útkomu, nema fyrir það að nú sjá allir að vinstri sveifla þarf að koma til, án þeirra tilhneigingar að fara í öfga-vinstri hreyfingu og Samfylkingin er sá flokkur sem næst er miðjunni til hægri. En guð almáttugur, þar þarf líka að taka til og átta sig á því að flokkurinn er í stjórn í þessu ofviðri öllu og verður að dæmast út frá því að lokum!
Vinstri grænir hafa hæst í hálfdauðri stjórnarandstöðu. Steingrímur J. er án vafa einn okkar bestu stjórnmálamanna og maður hlustar á hann í þessari umræðu, ekki spurning. Hins vegar þurfa þeir að segja okkur heldur betur hvernig þeir ætla að ná í pening í alla þá samhjálp sem þeir ætla að standa fyrir, og þeir þurfa líka að sýna fram á það að það verði ekki eingöngu þeir smæstu í samfélaginu sem eiga að græða á þeirra aðgerðum. Ef t.d. stóriðja kallar á auknar tekjur sem svo leiða af sér betri lifnaðarhætti, á þá að segja nei? Fyrir hverja er þá sagt nei? Íslenska ríkið er nú komið í stöðu lítilla sveitarfélaga úti á landi sem þurfa að fá inn "nýtt" fjármagn til að lifa af. Svoleiðis þarf að hugsa.
Framsókn, ó Framsókn. Hækja Ný-Frjálshyggjunnar og einstaklingar þar hafa hlutfallslega flestir sest að kjötkötlunum. Á þeirri leið hefur þessi flokkur týnt uppruna sínum. Skulum ekki gleyma því að farsælasti stjórnandi þessa flokks, Steingrímur Hermannsson, hefur verið í andstöðu við stefnu flokksins í fjölda ára. Segja má að Halldór Ásgrímsson hafi hent Denna og gömlu Framsóknarmönnunum fyrir róða til að koma græðgishyggju sinni, Finns, Árna Magg og þeirra kóna allra að. Hins vegar hafði þessi flokkur stórt hlutverk fyrir 20 árum sem hægriflokkur rétt við miðjuna og þangað þurfa þeir að leita. Held að Guðni sé slíkur Framsóknarmaður, en hann þarf að virkja nýtt fólk. Auðvitað nefni ég Magga Stef og Siv, Birkir karlinn þarf að svara, ég veit að pabbi hans er slíkur maður. Valgerði þarf að kveðja. Annars held ég að Framsókn þurrkist út eða hverfi inn í Frjálslynda.
Frjálslyndir eru nú í dauðafæri, háværir karlar, stundum dónalegir gagnvart yfirvöldum. Ég ætla samt ekki að eyða á þá mörgum orðum. Hef kosið þennan flokk einu sinni og það eru mín stærstu mistök pólitískt til þessa. Því miður.
En nýtt landslag kallar á viðhorfsbreytingar allra flokka áður en hægt er að taka til þeirra afstöðu, enda 45% óákveðnir.
Minnihluti styður stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vil fá þann skelegga mann Jón Baldvin Hannibalsson í framvarðarsveit. Annað hvort hjá nýjum flokki jafnaðarmanna eða þá til að "hressa upp á" Samfylkinguna.
Jóhanna Sigurðardóttir er traustsins verð og margir aðrir á þeim bæ. Þó ég hefði viljað að þeirra fulltrúi Jón Sigurðsson formaður Fjármálaeftirlits ( er hann ekki líka í stjórn Seðlabankans? )hefði sagt af sér þegar ekki var tekið tillit til athugasemda þeirra um bankakefið.
Sjálfstæðismenn eru rúnir trausti. Þeir bera mesta ábyrðj m.a. á Seðlabankastjóra, sögðu að aðgerða væri ekki þörf fram á síðasta dag!
Þú ættir að stofna nýjan flokk frændi og fá Jón Baldvin með þér. Ég myndi kjósa ykkur.
Vilborg Traustadóttir, 26.10.2008 kl. 13:26
Sammála - Jón Baldvin á erindi til okkar á ný - Skorum á hann að koma fram aftur og leiða okkur áfram til betra lífs á ný. Jón Baldvin sem forsætisráðherra fyrir hönd Samfylkingarinnar og í stjórn með vinstri grænum....
Hulda Margrét Traustadóttir, 26.10.2008 kl. 16:34
Það er augljóst að þeir sem taka afstöðu í þessari könnun eru að líta 5-18 ár aftur í tímann, því að þeir flokkar sem bera ábyrgð á stöðunni í dag eru fyrst og fremst þeir sem setið hafa lengst við stjórnartauminn. Sjálfstæðismenn og Framsókn hófu þessa atburðarás með einkavæðingaræðinu á sínum tíma og leyfðu ástandinu að vaxa út úr höndunum á sér. En þeir sem bera þá ábyrgð eru nánast allir horfnir á braut, sumir alveg en því miður ekki allir. Sumir enduðu í lykilstöðum eins og Seðlabankanum þar sem þeir gátu endanlega keyrt þetta allt í þrot.
Þó að aðstæður séu slæmar þá er ekki laust við að hlakki nokkuð í mér, því að það sem ég hef jarmað í áratugi er að koma á daginn. Íslandi er best borgið lengra til vinstri. Við erum ekki fylki í BNA!!!! Ef ég tryði á Guð myndi ég biðja hann um sósíalíska vinstri-miðjustjórn næsta vor, því þá finnst mér að eigi að kjósa!!
Örn Arnarson, 26.10.2008 kl. 21:50
Internationallinn alla leið?
Vilborg Traustadóttir, 26.10.2008 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.