Hvíl í friði

Mikill listamaður fallinn frá og óþarfi að endurtaka allt það hrós sem hann hefur verið verðskuldað hlaðinn í dag.

Ég þekkti Rúnar ekki neitt, en umgekkst hann sem dyravörður og barþjónn á Hótel Læk á meðan hann spilaði og túraði með GCD.  Ég hitti marga jaxla á þeim tíma og hann var eftirminnilegur fyrir sína látlausu og hreinu framkomu.  Að balli loknu þegar húsið var tómt kom hann fram og settist niður og vildi spjalla við okkur, sem við auðvitað gerðum.  Hann var mikið að pæla í lífi fólksins á Sigló og hafði mest gaman af að rabba um tónlistina þar og fótboltann.  Á þessum tíma var ég í fótbolta líka og það var skemmtilegt að heyra hans viðhorf.  Því miður voru sumir meðlimir þessarar hljómsveitar jafnleiðinlegir og hann var skemmtilegur, sem þýddi að hann var kallaður í að róta eða eitthvað annað, en við vorum afar kátir með kallinn.

Síðustu árin hafa leiðir okkar oft legið á sama fótboltaleik, að fylgjast með Keflavík.  Það voru heldur ekki læti í honum þar, en hann var alltaf heill og glaður.  Ég veit að fótboltamenn þar suður frá munu sakna hans mjög.

"Það er nógur tími til að hugs'um dauðann eftir dauðann, njótum lífsins meðan kostur er!"

Hárrétt mottó og vonandi verðum við mörg sem lifum eftir þessu lögmáli stærstu rokkstjörnu Íslandssögunnar og þess eina fótboltamanns sem hefur fengið Beckham meðferðina, þ.e. fljúga honum í marga leiki.

Mesti hljómsveitatöffarinn og leikmaður í Íslandsmeistaraliði í fótbolta.

Talandi um drauma!!!!

Hvíl í friði Rúnar Júlíusson, ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð!


mbl.is Rúnar Júlíusson borinn til grafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Tek heils hugar undir þetta.

Vilborg Traustadóttir, 12.12.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband