Jólafjör framundan!
17.12.2008 | 23:49
Byrjar á morgun, þá fæ ég að lesa tölur í jólabingóinu í Ólafsvík fyrir hádegi.
Fer svo í Lýsuhólsskóla á jólaskemmtun sem hefst kl. 15:00, ætla að taka Birtu með mér.
Þegar heim er komið er það mega skötuveisla í alvöru aðstæðu þar sem eðalsjómenn elda margs konar skötu! Ég tek hnoðmörinn auðvitað með!
Föstudagurinn er svo litlujóladagur í Ólafsvík og Sandi áður en þessari skólajólatörn lýkur með því að karlarnir í starfsliðinu elda fyrir starfsfólk og maka, reyndar verðum við búnir að flestu, en þurfum auðvitað að mæta snemma og gera allt klárt og svona...
Jólahjól farin að snúast!
Athugasemdir
Gangi þér vel í öllu því sem framundan er Maggi. Góðar kveðjur að norðan
Hulda Margrét Traustadóttir, 19.12.2008 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.