Lýsó gekk vel!

Virkilega gaman að komast aðeins þangað og hitta fólkið, hef ekki náð að fara nógu oft yfir heiðina, í raun verið of fastur inni á skrifstofunni minni núna í haust, þarf að komast meira út af henni á nýju ári!

Í dag voru svo Litlu jólin norðan Fróðárheiðar og gengu vel, alveg stórkostlegir jólasveinar mættu, Kertasníkir og Hurðaskellir voru snilldin ein og krakkarnir á Hellissandi skríktu af gleði, Sigríður Birta fékk að fljóta með mér af því að hún gat það ekki í gær og hún var verulega glöð að ná að hitta alvöru jólasveina!

Að skemmtuninni lokinni hófst svo undirbúningur fyrir jólahitting starfsfólksins. Við karlarnir sjáum um matseld, en erum í kvöld án fyrirliðans sem mun dveljast í Reykjavík í dag að útskrifa strákinn sinn. Til hamingju Fúsi og auðvitað Sigrún, auk nýstúdentsins Sigmars.

Í morgun skárum við kjöt, löguðum sósu og sykursuðum kartöflur. Ég hef svo verið að dedúa við uppstúfinn hér heima og gera jólaglöggblönduna klára. Svo á að hittast karlpeningurinn í Röstinn kl. 18:00 að gera klárt og svo opnar húsið 19:30.

70 manna veisla og mikil tilhlökkun í gangi, svona hálfgerður byrjunarreitur lokaundirbúnings jólanna þessi dagur og alveg hroðalega skemmtilegur í hátíðleika sínum og gleði...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband