Stjórnarslit og kosningar í ár???

Eftir þetta viðtal stendur að mínu mati:

Steingrímur J. Sigfússon veit að hann er að komast til valda.  Hann sat yfirvegaðri en nokkru sinni fyrr gegn örþreyttum Geir H. Haarde.  Hvorugur var semsagt sjálfum sér líkur!

Ég held að það sé ógerningur að ráða í stöðuna.  Geir lét að því líða að á næstunni yrðu breytingar.  Ég held að hann hafi ætlað sér að styrkja sína stöðu á landsþinginu og ýta þar til í ríkisstjórninni og jafnvel þingliðinu.  Fá umboð til að nálgast Samfylkinguna í Evrópumálum og samþykki fyrir því að tekið verði til í Seðlabanka, Fjármálaeftirliti og öðrum lykilstofnunum.

Kannski hefði það tekist í desember.  En nú sýnist það um seinan.  Ég held í raun að landsfundur Sjálfstæðisflokksins um helgina sé í raun í uppnámi.  Samfylkingin riðar til falls í samstarfinu og mér fannst ljóst í kvöld að Geir er algerlega þeirra valdi seldur.

Og þetta vita Vinstri Grænir.  Þeir bera vissulega ekki ábyrgð á ástandinu í efnahagsmálum þjóðarinnar og munu vera í næstu ríkisstjórn.  Það held ég að sé á hreinu, spurningin er bara með hverjum.  Þess vegna var Steingrímur rólegur, vitandi það að hver dagur í því ástandi sem nú ríkir skilar hans flokki meira fylgi.

Umræður þeirra félaga um rök með og á móti stjórnarslitum voru vissulega góð.  Báðir höfðu örugglega eitthvað til síns máls.  En staðreyndin er orðin sú að ástandið á Íslandi öllu er nú orðið það sama og við hristum hausinn yfir í borgarmálunum í fyrra.  Eftir þvílíkan hildarleik áttuðu menn sig þar á að eina leiðin var að vinna saman að lausn fram að kosningum, sem auðvitað hefðu átt að verða í fyrrahaust.

Ég held að sama verði að koma upp á teninginn núna.  Það á að skapa frið um stjórn ríkisins, helst með aðkomu allra flokka fram að kosningum.  Hvort sem þær verða í mars, maí eða ágúst.  Það verður að sjá til þess að þær kosningar muni ekki verða til að ástandið hér versnar og því verða nú okkar þjóðkjörnu fulltrúar að slíðra flokkasverð og stjórna landinu.

Við höfum ekki tíma fyrir meira stjórnleysi.....


mbl.is Ekkert mælir gegn því að kjósa næsta vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Já, það er nokkuð ljóst að núverandi ástand gengur ekki upp.

Magnús Þór Friðriksson, 21.1.2009 kl. 21:07

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sú leið sem þú nefnir er vel hugsanleg en í ljósi aðstæðna og þess að Ný-Franmsókn hefur tekið af skarið með að styðja visnstri öflin og verja þá stjórn VG og Samfylkingar falli setur strik í reikninginn.

Framsókn er þarna að kasta fílubombu sem gæti spillt fyrir slíkum áformum.

Eitt er víst að breytingarnar eru hafnar og það er í höndum stjórnmálamanna að gera þær sem mýkstar. Það þarf að virkja alla flokka saman eða setja alla flokka frá og mynda stjórn utan þings sem ég tel að væri öflug er vel tekst til a velja fagfólk í hana.

Þetta japl, jaml og fuður um að axla ábyrgð hefur skemmt gríðarlega fyrir.

Kjósa svo við fysrta hentuga tækifæri og gefa út núna að það verði gert.

Vilborg Traustadóttir, 21.1.2009 kl. 22:42

3 Smámynd: Anna Guðný

Sé að það sem ég vil gengur ekki eftir, svo nú velti ég fyrir mér hvað sé best í stöðunni. Ég hef ekki fengið skýringuna á því að endurnýja og halda Steingrími J. inni. Var annars að fá í hendur bók sem heitir lítil bók um lambakjöt. Gefin út 1989 og formála skrifar Steingímur J. Þar lýsir hann ást sinni á íslensku lambaketi.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 21.1.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband