Ekkert sem réttlætir ofbeldi - muna það!!!
22.1.2009 | 08:51
Skelfilegar fréttir.
Einhvers staðar í samfélaginu situr fjölskylda nú áhyggjufull vegna þess að einstaklingur í henni hefur þurft að þola alvarlegt ofbeldi fyrir að mæta í vinnuna sína!
Og nú þurfa þeir sem staðið hafa fyrir mótmælum án ofbeldis að standa upp og fordæma slíka hegðun. Ofbeldi gegn lögreglu og stjórnarskrárbrot með því að skemma hús í eigu ríkisins eru ekki í nafni þeirra sem að vilja lýðræði. Það er ég sannfærður um!
Allir þingmenn þurfa nú að fara í það að lægja öldur ofbeldis í samfélaginu og sýna þannig að þeim sé treystandi til að sameina þjóð sem er lent í stærsta samfélagsvanda frá lýðveldisstofnun þess! Ég held því enn fram að ástandið sé nú þannig að við þurfum utanaðkomandi aðstoð til að lægja öldurnar, en vonandi finnst leið til að afsanna það.
En ofbeldi gegn lögreglu sem sinnir samfélagslegri skyldu sinni að verja sameignir þjóðarinnar er algerlega óréttanlegt og þeim algerlega til skammar sem það framkvæma. Munum gamla orðfærið um bakarann og smiðinn.
Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað með notkun efnavopna sem breyta erfðaefni ?
Þetta gas sem lögreglan er að nota hefur lengi verið grunað um það.
Sjá grein úr The Journal of the American Medical Association
Ef ég ætti að velja á milli múrsteins og nokurra daga sjukrahúss legu eða gasi sem breytir efðaefninu mínu, þá veldi ég steininn, engin spurning !
Fransman (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:05
Það er rétt það er ekkert sem réttlætir ofbeldi, og það er nákvæmlega það sem geir HH hefur stundað, þöggun er ekkert annað er andlegt ofbeldi.
Þetta er ekki búið
Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:23
Rugludallar! Þið eruð í alvörunni að reyna að réttlæta ofbeldi gegn lögreglu þessa lands sem ver okkur einmitt fyrir svona rugludöllum sem halda það að það sé vilji þjóðarinnar að beita ofbeldi.
Ofbeldi leysir engan vanda og ef lögreglunni finnst henni vera ógnað á einhvern hátt þá má hún nota táragas. NB! það eru 50 ár síðan það hefur þótt ástæða til þess þar til í nótt.
Gott blogg hjá þér Magnús!
Gunnar Þór Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 09:48
Reyndar tæp 60 ár. Það gerðist þann 30. mars árið 1949, þegar því var mótmælt að Ísland gengi í NATÓ. En það er sama — svona ofbeldi er aldrei hægt að réttlæta! Kær kveðja, Þorgils Hlynur Þorbergsson.
Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:54
Ítreka það bara að ég er að mótmæla þeim mótmælum sem kalla á ofbeldi. Ég fordæmi líka óþarfa valdbeitingu lögreglunnar, eins og yfirmaður hennar hefur gert.
Byltingar éta oft börnin sín og það er kominn tími á að sætta þjóðina. Í lýðræðisríki er það þingmannanna að stjórna því - til þess voru þeir kosnir.
En mótmæli eiga að sjálfsögðu rétt á sér og þau er hægt að stunda án þess að meiða fólk eða skemma byggingar í eigu almennings!
Magnús Þór Jónsson, 22.1.2009 kl. 10:49
Gott blogg Maggi. Það kom að því, eftir mikið langlundargeð lögreglu sem hefur þurft að standa undir regni af matvælum og öðru og hvergi getað sig hreyft.
Er annars nokkuð að frétta af Drífu minni ?
Hulda Margrét Traustadóttir, 22.1.2009 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.