Þvílík skemmtun!
9.2.2009 | 20:59
Ofboðslega var gaman af þessum leik og mikið væri nú gott ef að íslenskar sjónvarpsstöðvar myndu vera duglegri að sýna frá rimmum eins og þessum.
Körfubolti er náttúrulega íþrótt egósins og skynseminnar og í kvöld voru Grindjánarnir klárlega betri. Einungis stuttur kafli í fjórða leikhluta þar sem KR voru líklegir til að vinna.
En takk fyrir skemmtunina bæði lið og maður getur hlakkað til úrslitakeppninnar og þá held ég að Snæfell verði líka komnir í góðan gír.
Sigurgöngu KR lauk í Grindavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, það sætir oft furðu hvernig valið er á skjánum. Ef það heitir ekki fótbolti eða handbolti... þá er nú ekki mikið verið að stressa sig.
Freyr (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.