Átti þetta ekki að vera sigur þingræðisins?
3.3.2009 | 17:39
Í staðinn hefur maður lítið séð nema hnoð og röfl. Endalausa fundi um "óánægju með frammistöðu" ríkisstjórnar, en þó vilja menn stíga dansinn.
Framsóknarflokkurinn er að tapa fylgi á þessum stöðugu fundahöldum um málefnasamning tveggja annarra flokka og hagar sér ekki einu sinni í áttina að því sem flokkar á Norðurlöndum gera í svipaðri stöðu.
Það sem er auðvitað komið í ljós að minnihlutastjórn virkar ekki á Íslandi og lítið merkilegt í þeirri frétt. Það eru of margir uppteknir af því að fá völd, en hugsa minna um hag almennra borgara. Ágætur Framsóknarmaður sagði á fundi hér í bæ að flokkurinn ætti að stefna að aðkomu í vinstri stjórn.
Það þarf að koma fram á næstu vikum hvað Sigmundur ætlar sér með flokkinn. Endalaust daður í aðra röndina og kvart í hina minnir okkur bara á gamla umræðu um síbreytilega stefnu Framsóknarflokksins og er ekki líklegt til árangurs í þeirri viðleitni að benda á hina "Nýju Framsókn"...
Fundað um stjórnarsamstarfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.