Opna bókhald allra flokka - strax!

Er orðlaus yfir þessari spillingu sem þarna viðgengst.

Er sannfærður að Geir H. Haarde er eini forsætisráðherrann í lýðræðisríki sem bregður til svona ráða og pólitísk skömm hans er alger.  Hún er alger, Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að þurrka hann út úr sögubókum sínum, þ.e. ef við eigum að trúa því að þetta hafi allt verið hans gjörð og að hans frumkvæði.

En takk fyrir, nú opna Samfylking og Framsókn upp sína reikninga.  Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri íþróttalið væri það nú að bíða eftir brottvísun úr keppni, en sennilegra er að fleiri flokkar færu með í þann skammarkrók og að Bjarni fái að "klára þetta dæmi" með Þorgerði Katrínu.  En það þarf að vera ljóst hvað hún vissi mikið.

Nú þarf að draga upp þá aðila hjá Straumi og Landsbankanum sem afhentu féð og fá söguna.

En aðalmálið er að við fáum að vita hvort að gerspilltir glæpamenn í fyrirtækjum hafi keypt sér frið hjá fleiri flokkum!!!

 


mbl.is Skilað til lögaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sjóveikur

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) :) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað :)  það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi, það kemur að því karlinn :)

Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 9.4.2009 kl. 01:01

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég er ánægð með að formaður okkar Framsóknarmanna hefur þegar hafist handa og beðið um upplýsingar um hvort þessir aðilar hafi styrkt Framsóknarflokkinn á svona hátt.

Það eru sem betur fer lög núna um hámarksframlag.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.4.2009 kl. 04:49

3 Smámynd: ThoR-E

Frjálslyndiflokkurinn er með sitt bókhald opið. Sundurliðað.

ThoR-E, 9.4.2009 kl. 06:32

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það á að opna bókhaldið frá einkavæðingatímanum ca. 2000-2001 og upp úr. Bæði fyrir Alþingis- og sveitastjórnarkosningar. Ef ekki verður aldrei friður og sátt í samfélaginu og aldrei neitt Nýtt Íslands kjaftæði.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.4.2009 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband