Óþolandi bið!
13.6.2009 | 15:23
Sveitarfélög landsins eru örugglega langstærsti vinnustaður landsins ef þau yrðu saman tekin sem einn slíkur.
Mér finnst með ólíkindum að tillögur varðandi niðurskurð til þeirra séu ekki enn komnar fram. Við skulum ekki gleyma því að mest af grunnþjónustu heimilanna er á forræði sveitarfélaga og það mun koma mikið niður á okkur sá niðurskurður sem þeim verður skammtaður.
Ég gagnrýni harðlega þá bið sem er á að skýr mynd fáist, eða þá þann skort á upplýsingum til almennings sem er á ferðinni. Annað hvort er vandinn svo stór að samfélagið okkar ræður ekki við það og þá þarf að viðurkenna það að landið þarfnast mikillar utanaðkomandi aðstoðar, eða það að þeir sem stjórna ríkisstjórninni eru fastir í gömlu fari og kunna ekki neinar leiðir.
Það eru að verða liðnir 9 mánuðir, meðgangan frá hruninu er enn ekki að skila af sér barni og það veit ekki á gott!!!
Rætt við sveitarfélögin eftir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.