Fríið loksins að detta inn!
8.7.2009 | 00:27
Fimmtudagurinn síðasti var árangursríkur og skilaði sér auðvitað í því að ég gat farið í frí, svona að mestu.
Stormaði norður á Pollamót Þórs og skemmti mér konunglega eins og áður þar, enda lið okkar KS-juniorsdrengja stöðugt að verða betur samæft og skynsamt! Það besta er auðvitað að það verður stöðugt skemmtilegra utan vallar, afslappaðra og hressara! Árangurinn á vellinum er enn ekki talinn í titlum en broskeppnin okkar vettvangur!
Þegar mótinu lauk náðum við tveimur dögum með fjölskyldunum á Brekkunni og á Neðri-Dálksstöðum sem var auðvitað jafn skemmtilegt og venjulega. Við héldum svo heim á mánudaginn og komum seint í gærkvöldi á Selhól 5 þar sem unglingurinn beið okkar. Held hún hafi bara verið farin að sakna okkar smá!
Veðrið hér núna er dásemd, sit hér við eldhúsgluggann og horfi á andlit jökulsins í stafalogni og hita, vonandi að svo verði áfram, því næstu daga ætlum við að njóta þess að vera öll heima og vera sex manna fjölskylda á Sandi, umvafinn góðum vinum.
Kveðjur af Hellissandi til ykkar allra!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.