Afskriftir

Sá góði maður Helgi Bragason sér þann vanda sem fólk er í, það er alveg ljóst.  Hann er með greinargóð yfirlit í tölvunni sinni og hlýtur að átta sig á að mesta mögulega tap bankans væri að reka fólk í greiðsluþrot.

Kaupþing var ansi glatt í útlánum til ýmissa hluta og þurfa nú að taka á sig skell fyrir það held ég hljóti að vera.  Ekki það að bönkunum er vorkunn í því að þeir standa á götóttum brauðfótum enn í dag, alveg ljóst að langt er í frá að þeir hafi fengið það fjármagn sem gerir það mögulegt að þeir starfi eðlilega.

Þetta er svolítið "no win situation" hjá þeim, þeir eiga ekki peninga til að lána, en ef þeir ekki lána (með því að endurfjármagna lán og afskrifa) munu viðskiptavinir þeirra hætta að geta borgað og sjálfkrafa fella bankann.

Því einhvern veginn virðist mér það vera þannig að á meðan að IceSave málið og umræða um inngöngu í Evrópusambandið er á fullu gerist ekki margt í peningamálum landsins.

Hvort það er eingöngu pólitískur slagur sem menn eiga þá að skammast sín fyrir, eða það að Evrópa ráði hér ríkjum verður að koma í ljós.

Fyrr en seinna samt, því færri og færri geta greitt af lánum sínum og nú heyrir maður af stöðugt fleiri einstaklingum sem eru að panta sér gáma til að raða búslóðinni sinni í og yfirgefa eyjuna okkar.  Sem er grafalvarlegt mál!


mbl.is Ráðþrota gegn úrræðaleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband