Af mér og mínum
4.8.2009 | 20:50
Sælt veri fólkið.
Hef lítið bloggað að undanförnu, búinn að vera með fullt hús af gestum og aðkallandi fjölskyldumál í bland, svo maður hefur lítið komist til að skrifa.
Ekki það að umræðuefnin séu ekki nægileg, sat orðlaus hér fyrir tveimur kvöldum og gluggaði í "Glærushow from hell" þar sem maður sá þjófnaði upp á milljónir, en reyndar löglega þjófnaði skilst mér!
Svo sitjum við enn uppi með umræðu um IceSave og afleiðingar skelfilegrar siðblindu yfirmanna bankanna okkar gömlu. Pólitíkusarnir keppast um að rífast en þó sýnist manni á allra síðustu dögum þeir vera að átta sig á að vonleysið sem fylgir slíkum rifrildum er að reka fullt af fólki úr landinu.
Svo væntanlega verður styttra í pistilinn minn næsta, maður verður bara stöðugt að vanda sig meira til að vera ekki dónalegur og taka þar með þátt í sundrunguninni, sem mun fyrst allra steypa okkur sem þjóð í glötun!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.