Spurning
10.8.2009 | 19:51
Er ég sá eini sem er að missa trúna á pólitíkinni?
Finnst stöðugt minna fara fyrir því að þingmenn átti sig á því að þeir eru fulltrúar þjóðarinnar, en ekki bara flokkanna sinna.
IceSave-deilan er kjörið tækifæri til að sýna að þjóðin eigi á þingi hæfa fulltrúa sem standa saman gegn ógninni sem tap okkar í fjármálastyrjöldinni hefur nú vakið.
Ekki fyrirsagnasláttur forsvarsmanna flokkanna sem virðast alveg tilbúnir í að eyða tíma og peningum í kosningar enn á ný....
Eða er þetta bara vitleysa í mér???
Engin niðurstaða um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við lifum það ekki frændi að sjá "hæfa" fulltrúa á þingi. Ég er algjörlega búinn að missa trúna að við eigum hæft fólk sem er skjól og klettur almennings í þessu efnahagsstríði okkar. Ég er ekki sá eini um þessa skoðun.
Kveðja vestur.
Guðmundur St Ragnarsson, 16.8.2009 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.