Hvað skyldi vera í gangi?
11.9.2009 | 15:17
Einhvern veginn finnst manni slæmt þegar maður er hættur að kippa sér upp við fréttir af innbrotum, allavega meðan að enginn slasast.
Mikið óskaplega sem ég vona að menn átti sig á þörfinni fyrir verulega aukinni löggæslu, með áherslu á hverfagæslu og rannsóknadeild auðgunarbrota. Því miður finnst mér of lítið stundum vera gert úr þeirri árás á heimilislíf fjölskyldna, og í þessu tilviki, skóla sem slík innbrot eru.
En auðvitað kemur þetta líka til út af ástandinu í samfélaginu okkar þar sem virðing fyrir eignum og fólki fer stöðugt minnkandi.
Gætum upp á hvert annað, það þarf alls staðar og alltaf, ekki síst í niðursveiflu.
Innbrot í framhaldsskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.