Mannkynssagan
27.9.2009 | 09:33
Er góð vísbending um margt, ekki síst stefnu þjóða.
Bretar og Hollendingar eru tvö af stærstu nýlenduveldum heimssögunnar. Réðu ríkjum víða í heiminum og skildu eftir sig sviðna jörð á mörgum stöðum. Arðrændu þjóðir án þess að blikna.
Við erum að standa fyrir framan þann vanda að kljást við þessar þjóðir á alþjóðavettvangi og núna eru engir sýnilegir vinir til að standa við bak okkar gegn þeim, Norðurlöndin leggja ekki í slaginn og Bandaríkin hafa gleymt veru hersins síns hér á Miðnesheiðinni.
Ég uggi mjög þeirri stöðu að við séum að kljást við þessi tvö ríki af öllum. Umræður manna um möguleika á "betri samningum" eða "taka bara slaginn" eru samræður sem ég geri lítið annað en að hlusta á og hugsa með mér að við séum ekki enn búin að átta okkur á andstæðingnum. Trúum því að við fáum réttláta meðferð.
Er ekki viss um að t.d. eldri Indverjar eða Suður Afríkubúar séu á því að við fáum þá meðferð hjá þessum tveimur þjóðum, sem hugsanlega eru orðnar klárar "fjandþjóðir" okkar.
Ég veit ég er rispuð plata, en ég segi enn og aftur. Okkur vantar hjálp, við munum ekki ráða við þann vanda sem að okkur steðjar sjálf. Mér skilst að stóri dagurinn sé 23.október, kannski þá áttum við okkur á því að okkar lýðræðiskjörnu fulltrúar og það sem aðhafst hefur verið sé ekki þess eðlis að við getum treyst því sem okkar framtíðarsýn.
Á Íslandi ríkir enn "helmingaskiptaleiðin" þar sem nú er komið að vinstri helmingnum að setjast að kjötkötlunum. Blásturinn um að nú sé kominn tími á hinn helminginn mun engu breyta.
Það þarf raunverulega hugarfarsbreytingu þjóðarinnar og frjóa hugsun til að leiðrétta lýðræði þjóðarinnar og leiða út úr vandanum. Pólitískur Hægri-Vinstri dans hljótum við að sjá að er ekki lausn á neinu.
Og ég segi enn og aftur líka. Hvernig, hvernig, hvernig stendur á því að fyrrum eigendur Landsbankans og aðrir smiðir Ice-Save eru ekki að bíða landráðakæru?
Ekki séð fyrir enda Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.