Verði þeim bara að góðu
28.9.2009 | 09:21
Fernando Alonso er ekki minn uppáhaldsíþróttamaður, vill segja það strax.
Skil ekki að topplið eins og Ferrari vilji eltast við einþykkan fýlupúka sem telur sjálfan sig standa framar liðinu sínu.
Raikkonen verður fínn bakkup fyrir Hamilton og mínir menn munu koma sterkir á næsta ári. Ferrari þurfa pottþétt að aðlaga sig lundarfari Alonso og hjálparkokka hans. Kannski þeir keyri á veggi svo Stóri Tapsár vinni einhver mót!
Ferrari býr sig undir að skýra frá ráðningu Alonso | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann verður hjá þeim í ár, því Massa verður númer eitt, og það mun spánverjinn ekki þola, samanber þegar hann var hjá McLaren.
Hjörtur Herbertsson, 28.9.2009 kl. 13:18
Það er ekkert skrýtið að Ferrari sækist eftir besta ökumanni formúlunnar. Ítalir eru af sama rómanska lunderninu og Spánverjar svo það getur vart verið vandamál fyrir þá að lynda við Alonso. Gleymdu ekki að þeir eru ýmsu vanir og líklega í góðri æfingu; voru með mesta skap- og frekjuhund formúlunnar hjá sér 1996-2006.
Ágúst Ásgeirsson, 28.9.2009 kl. 18:14
Já það er rétt þetta er rosalegur fílusveppur! Munið þið 2006 þegar Schumi náði að jafna stigin og tvær kepnir voru eftir? Fór í geðveika fílu og sagði að hann mundi bara hætta og að þetta væri ekki íþrótt og bla bla bla! Hepinn þá að bensíndælan fór hjá Scuma! Hefði sennilega hætt bara!
óli (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.