Skuldsetning

Sveitarfélög hafa farið misjafnlega út úr kreppunni og þar er ég heppinn með mitt sveitarfélag, held að í raun séu fá sveitarfélög sem fengu minni skell en Snæfellsbær en í þessu öllu.

Það þýðir auðvitað ekki að maður beri ekki samúð í brjósti til þeirra sem sitja nú í súpu eins og þeirri sem nú er löguð á Álftanesinu.  Veit að Kristni Guðlaugssyni hefur ekki liðið vel undanfarna daga, ekki síst sökum þess að það eru íþróttamannvirki sem leika sveitarfélagið einna verst.

Einn vandi Íslands fyrir hrun var að of mörg sveitarfélög töldu sig geta tekið sénsa líkt og fyrirtæki á einkamarkaði.  En sveitarfélög eru auðvitað ekkert annað en þjónustufyrirtæki fyrir íbúana og allar þeirra aðgerðir þurfa að miðast að því að hagsmunir íbúa séu metnir rétt.

Því þegar illa fer sitja uppi með skaðann einstaklingar sem að lítinn, eða engan þátt, áttu í ákvörðunum og framkvæmdum. Og skuldirnar koma til af hlutum sem stundum þjóna fáum...

Held að erfitt verði að selja fasteign á Álftanesi um sinn, því miður.  Sennilegast þykir mér að Garðabær verði nú útvíkkaður á nesið.


mbl.is 10% álag á útsvar á Álftanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að sjá að þú sért á lífi

bjössi (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband