Hreyfingin.
29.12.2009 | 11:52
Fyrir hverja?
Að mínu mati stærstu vonbrigði íslenskrar þingsögu. Ofboðslega óvandaður málflutningur einkennir öll þeirra vinnubrögð og satt að segja held ég að saga hennar verði klafi fyrir alla sem hafa hug á nýjum leiðum í íslenskri pólitík.
Sem er afar leitt, því breytinga er þörf.
Sérstök þingnefnd verður kosin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hví í ósköpunum óvandaður málflutningur að gagnrýna nýsamþykkt fyrirkomulag? Hví að samþykkja "sérstaka þingnefnd"? Er ekki breytinga þörf?
Stefán Þorleifsson, 29.12.2009 kl. 12:18
Það einkennir gagnrýni á þingmenn hreyfingarinnar að þau eru sjaldan gagnrýnd fyrir þær skoðanir sem þau halda fram heldur fyrst og fremst fyrir ókurteisi í málfluttningi. Mikið vildi ég að það væri fleiri sem töluðu aðeins hreinna frá hjartanu á þingi í stað þess að þvæla sér endalaust inn í orðskrúð innihladslausra frasa.
Héðinn Björnsson, 29.12.2009 kl. 13:02
Óvandaður málflutningur ? Menn og konur Hreyfingarinnar tala skýrt. Það skilst. Það svíður undan brigslyrðum þeirra er varða þá sem hafa e-ð að fela. Reynt er að gera Hreyfinguna tortryggilega með gaspri sem er ómálefnalegt. Þannig er klunnalega vikið undan að svara staðreyndum en í stað þess sýnd vandlæting og illa dulin reiði yfir að Hreyfingin skuli dirfist að ýja að mistækum vinnubrögðum valdhafanna.
Það er auðvitað auðsætt að innri rannsókn þingmanna á rannsóknarnefnd varðandi þá sjálfa mun ekki skila neinu á meðgöngutímanum (9 mán.) og verður alderi annað en yfirklór .
Hreyfingin er eina aflið sem getur andmælt. Aðrir eru bundnir á klafa af flokksveldinu og samtryggingu spilltra stjórnmálamanna.
Góðar stundir.
Árni Þór Björnsson, 29.12.2009 kl. 21:53
eg kaus borgarhr. siðast en nu er þetta hreifingin? hvernig get eg treist þessu folki? EKKI SJENNNNNNNS
sigurjon palsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.