Þarf að laga

Ekki ætla ég að verða svo bjartsýnn að halda að allt hrökkvi nú skyndilega rétt og slétt í gang og selt verði og keypt á fullu.

En það er fullkomlega ljóst að ef að ekki verður hægt að sparka í gang fasteignamarkaðnum á ný fljótlega er samfélagið okkar að fara að glíma við húsnæðisvandamál sem ekki líkjast neinu síðan á fimmta eða sjötta áratugnum.

Þar voru braggahverfi og kjallaraholur vistarverur margra, en verkamannaíbúðakerfið sem gaf fólki kost á að kaupa sér tiltölulega ódýrt húsnæði leysti þann vanda og smám saman varð til eignamyndun fasteigna sem er nauðsynleg fyrir svo margt í okkar samfélagi.

Því vinnan í kringum fasteignakaup kallar svo oft á viðgerðir íbúða, endurhönnun og annað sem þarf að kaupa vinnu og þjónustu við.

Ég var síðustu daga í indælli blokkaríbúð í Vallarhverfinu í Hafnarfirði.  Í kringum þá íbúðablokk standa auðar blokkir, raðhús með spónaplötum í hurðum og gluggum og sýnilega ekki neitt verið unnið við nú um sinn.  Ófrágengnar lóðir um allt hverfið.

Er ekki eina lausnin að farið verði í aðgerðir til að sveitarfélög og / eða ríkið leysi til sín þessar íbúðir og reynt verði að hugsa upp nýtt "verkamannaíbúðakerfi" eða eitthvað annað svipað til að ýta hjólum fasteignamarkaðarins í gang.  Í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og á Reykjanesi standa blokkir og hverfi auð.

Hefðbundnar markaðsleiðir munu ekki duga þarna, ég er ekki mikill ríkishyggjumaður að eðlisfari, en ég held að þarna þurfi ríkið að koma að.

Gott væri nú ef að hætt yrði að karpa um milliríkjadeilur á hinu háa Alþingi og snúið yrði að innanlandsmálum....


mbl.is Ekki jafn fáir kaupsamningar í 29 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband