Færsluflokkur: Dægurmál
Erum við að verða vitni að hruni heimsveldis???
23.2.2009 | 23:24
Nú kemur upp í manni mannkynssögukennarinn!
Rómaveldi náði yfir aldir, líka breska krúnan. Belgar voru eitt sinn nýlenduþjóð og Portúgalir ríkasta þjóð heims. Frá því upp úr 1900 hafa Bandaríki Norður Ameríku verið heimsveldið, lengi í baráttu við Sovétríkin en síðustu 18 ár ríkt nokkurn veginn sem eina stórveldið, með ítök alls staðar í heiminum. Rekið stífa heimsveldisstefnu og skipt sér af öllu, neitað að fylgja samþykktum alþjóðasamfélagsins og komið fram eins og heimsveldi gera.
Með hreinu ofbeldi.
En nú riðar veldið til falls. Þrátt fyrir endalausa innspýtingu ríkisfjármagns dugar lítið til og stöðugt fleiri gjaldþrot vofa nú yfir. Þessi sannleikur mun hafa áhrif á allan hinn vestræna heim sem þarf nú að herða sínar ólar um mittið verulega. Ekki ólíklegt að valdajafnvægið sé farið að færast í austurátt.
Ekkert heimsveldi mannkynssögunnar hefur hingað til verið eilíft og B.N.A. verða það ekki. Á næstu mánuðum kemur í ljós hvort tími þess veldis er að líða......
![]() |
Bandarísk hlutabréf lækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eins gott að Sigmundur vann!
23.2.2009 | 20:39
Og eins gott að Birkir Jón er í flokknum Framsóknar.
Ég get ekki ímyndað mér annað en að skynsemin fari nú af stað innan flokksins því það að fá frestun á þetta mál er náttúrulega svo pólitískt krítískt núna að Framsóknarflokkurinn tapar mörgu atkvæðum á dag en vinnur engin!
Vissulega er það rétt að máttur þingsins er aukinn og það sést þarna, en um leið er það ábyrgðin sem skiptir máli og það að stoppa svona mál og geyma er eins og að bjóða í svakalegt partý sem á að opna klukkan 23, en ákveða svo að spá aðeins í það 22:56 hvort maður ætli að halda partýið. Og mígandi rigning á gestina fyrir utan dyrnar!
En Höskuldur Þór fannst mér kjánalegur í Kastljósinu og Sigmundur auðvitað reynslulaus. Birkir stendur uppúr, sallarólegur og öruggur í þingmannsstarfinu. Vitandi það að eftir tvo til þrjá daga hið mesta hefur málið verið klárað og það sem situr eftir verður sérkennileg ákvörðun Höskuldar. Mun ekki fara illa með málstað Birkis í sínu kjördæmi heldur tel ég......
![]() |
Enginn klofningur framsóknarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þyngist róðurinn
23.2.2009 | 12:16
Maður lifandi hvað ég var svekktur að hafa eytt deginum í dapran fótboltaleik í gær.
Sól og glæsilegt veður en ég ákvað að láta mitt ástkæra lið ganga fyrir. Nú þarf eitthvað að gerast, helst í gær!!!
![]() |
Benítez neitar að gefast upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geir á BBC
12.2.2009 | 10:36
Svosem engin ný sannindi, en ég vona innilega að Geir H. Haarde hugsi vandlega um það að hætta við að hætta ef að læknismeðferð vinnur á því meini sem hann er að berjast við.
Auðvitað á hann að biðjast afsökunar á því að þetta hrun varð á hans vakt, en ég tel að hann sé einn fárra stjórnmálamanna okkar sem hafa áhuga á friði í samfélaginu og því ætti það að vera kostur fyrir þessa þjóð að hann verði þingmaður okkar.
Ég viðurkenni alveg að ég varð fyrir vonbrigðum með það að hann náði ekki meiri árangri sem formaður Sjálfstæðisflokksins, hann átti að vera fastari fyrir og ákveðnari í þeim áherslum sem hann trúir á og minnka hlut öfgafrjálshyggjuarmsins í flokknum. Það tókst honum ekki og því er ég á því að hann hafi gert rétt í að vera ekki formaður áfram.
En Geir yrði góður þingmaður fyrir Íslendinga tel ég.
Svo er að vona að hinn sérstaki saksóknari finni út einhverjar merkilegar staðreyndir. En sennilega er málið einfalt, stóreignamenn rændu almenning þessa lands í dagsbirtunni og eftirlitsstofnanirnar brugðust algerlega. Nú er komið að því að sækja það sem hægt er af peningum almennings og búa til eftirlitskerfi sem kemur í veg fyrir annað svona áfall.
Strax.
![]() |
Geir: Biðst ekki afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Siðleysið sýnir sig
11.2.2009 | 09:05
Þvílíka ruglið.
Efast ekki um það að mörg svona dæmi eru í gangi nú þegar en fólk þorir ekki öðru en að láta slíkt yfir sig ganga! Auðvitað skilur maður að einhver fyrirtæki þurfi aðgerðir til að halda sér á floti, en því miður hefur maður heyrt af svipuðum hlutum og þarna koma fram. Sem auðvitað er ekki neitt annað en að reyna að græða á neyð fólks.
Slík fyrirtæki á að nafngreina svo að við getum ákveðið hvort við viljum styrkja þau!
Verulega þarf að fylgjast með málum eins og þessum, það er alveg viðbúið að ýmislegt í verkalýðsbaráttunni detti til baka um tugi ára, hámarksvinnutími, álag, lágmarkslaun og annað sem samið hefur verið um eftir sveitta og stundum blóðuga baráttu nú skyndilega eitthvað sem slá þarf skjaldborg um aftur.
Því börnin okkar eiga það skilið!
![]() |
Vilja meira en neita að borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn eitt rifrildið!
10.2.2009 | 23:04
Ja svei.
Enn heldur farsinn áfram. Nú á að rífast um álver á Bakka í stað þess að vinna að sameiginlegum hagsmunum þjóðarinnar!
Fáránlegt, enda alveg ljóst að slík umræða er óþörf, allt í gangi fyrir norðan og morgunljóst að þessi aðgerð verður ekki stöðvuð á þessum 80 dögum.
Hvenær hætta þingmenn að hugsa um kosningarnar og fara að hugsa um hag þjóðarinnar sinnar???
Ég spyr ennþá, því enn sé ég engin svör. Þó er ég glaður að heyra það að stöðugt fleiri eru að verða sammála mér í því að ástæða sé að óttast þá sundrung sem er að verða uppi í samfélaginu og topparnir okkar virðast lítið ætla að gera til að draga úr!
![]() |
Tekist verður á um Bakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þvílík skemmtun!
9.2.2009 | 20:59
Ofboðslega var gaman af þessum leik og mikið væri nú gott ef að íslenskar sjónvarpsstöðvar myndu vera duglegri að sýna frá rimmum eins og þessum.
Körfubolti er náttúrulega íþrótt egósins og skynseminnar og í kvöld voru Grindjánarnir klárlega betri. Einungis stuttur kafli í fjórða leikhluta þar sem KR voru líklegir til að vinna.
En takk fyrir skemmtunina bæði lið og maður getur hlakkað til úrslitakeppninnar og þá held ég að Snæfell verði líka komnir í góðan gír.
![]() |
Sigurgöngu KR lauk í Grindavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Davíð misskilur
8.2.2009 | 18:10
Málið snýst ekki um hvort hann hafi gert stór mistök. Ég held að hann hafi ekki gert stærstu mistökin, og margt hafi hann gert rétt.
En málið er einfaldlega þannig að stjórn Seðlabankans hefur glatað trausti fólksins, þ.e. meirihluta þjóðarinnar og við slíkt verður ekki búið í því ástandi sem nú er í gangi.
Davíð og Eiríkur hafa ákveðið að fara ekki burt án baráttu og nú munu næstu dagar fara í að slást um stól, eða stóla Seðlabankastjóra og á meðan mun enn draga úr tímanum sem ætti að fara í að endurreisa samstöðu Íslendinga og reyna að toga þjóðina alla í eina átt.
Í staðinn verða læti í fyrramálið við Seðlabankann og vinskapur Jóhönnu og Davíðs er úr sögunni. Áfram er höggvið í allar áttir og þjóðin okkar er ekki á leið til sáttar.
Það finnst mér verst að Davíð átti sig ekki á og reyni að leiða til sátta, hann hefði orðið maður að meiri.
![]() |
Davíð segir ekki af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvalafullur fundur?
5.2.2009 | 12:23
Vonandi ekki.
Alveg ljóst að við eigum að veiða hval óhrædd, ætla ekki að segja hvað ég er glaður að fá súrt rengi á þorranum eða hversu góður ég er orðinn í að grilla hrefnu! En. Geðþóttaákvarðanir í pirringi yfir því að kveðja ráðherrastól eru ekki til að auka veg þessara veiða.
Málið er einfalt. Ef það er vissa fyrir mörkuðum eigum við að veiða hval, en við eigum að fara í ímyndarumræðu um leið. Við auðvitað fáum ekki eyru allra til að hlusta og viðbúið að einhverjir ákveði að fara ekki í hvalaskoðunarferðir, en við eigum að kynna okkar málstað og hafa ferðamannaiðnaðinn með í því.
Ekki bara tala fjálglega um íslenska siði og náttúru en ýta hvalveiðum út í horn eins og skítugu börnunum hennar Evu.
Öll mál á nefnilega að vinna í sameiningu og á sáttasviðinu. Ekki búa til rifrildi fyrir okkar litlu þjóð.
En gaman væri að vera á þessum fundi á Akranesi í kvöld, því margir stórir leikmenn í þessu máli munu verða þar.
![]() |
Steingrímur J. mætir á fund um hvalveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Erfiðleikar lítillar þjóðar...
4.2.2009 | 08:51
...verða mestir þegar þegnar hennar eru flokkaðir í fylkingar með og á móti.
Þess vegna veit ég ekki alveg hvað á að segja við ESB umræðunni og einhverjum "bestu lausnum". Er enn á því að við munum eiga mjög erfitt með að ná friði í samfélaginu án utanaðkomandi aðstoðar og veit satt að segja alls ekki hvort ESB er sá aðili.
Ég trúi frekar á frændþjóðir okkar í því hlutverki.
Í fréttum gærdagsins kom í ljós að ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki sammála um álver á Bakka. Sennilega er sjávarútvegsráðherrann að fara gegn meirihluta Alþingis og tveimur þriðju hlutum þjóðarinnar og í Kastljósi sá maður tvo "vonarprinsa" sinna stjórnmálaflokka rífast eins og hundar og kettir um skattamál.
Er í alvörunni ekki kominn tími á að hugsa hlutina uppá nýtt. Er framtíðin okkar bundin þessu sama argaþrasi sem mun valda sárindum um ókomna tíð? Halda menn að gamla vinnulagið í stjórnmálunum virki ennþá, í nýjum heimi?
Það held ég að sé fullkomlega kolrangt!
![]() |
Besta lausnin er aðild að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)