Færsluflokkur: Dægurmál
Svakalegt!
19.3.2009 | 15:52
25% fækkun starfa er auðvitað hrikaleg tala, þó hún kannski komi manni lítið á óvart.
Yfirbygging bankanna var auðvitað í besta falli kjánaleg, í versta falli plott til að breiða yfir sýndarveruleika botnlausrar velgengni.
Ég borgaði um stund stéttarfélagsgjald hjá bankamönnum, samtals unnið um fimmtán mánuði ævi minnar í banka og þeir sem starfa þar eiga mína samúð að sjálfsögðu.
Fæstir þessara einstaklinga eiga það skilið að hafa verið rændir væntingum sínum um framtíð í lífi og starfi.
Enn einn smánarbletturinn hjá útrásarræningjunum fjörutíu...
![]() |
1.300 bankamönnum sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Harður vetur!
14.3.2009 | 08:43
Finnst veturinn þetta árið vera eins og þeir voru í "gamla daga".
Töluverður snjór, mikil ófærð og hálka oft á tíðum en minna um rok og rigningar. Nóttin á Hellissandi var alvöru vetrarnótt, skítakuldi, snjókoma og skafrenningur. Fór að sækja unglinginn eftir miðnættið og fékk aðeins að skaflast á slyddujeppanum mínum.
Mér fannst það skemmtilegt!
Í dag er svo tekið við rok og rigning, sem mér finnst leiðinlegast allra veðra og ég vona bara að sem fæstir séu á ferli á meðan veðrið gengur yfir. Ég allavega verð rólegur.
Reyndar orðinn hundslappur, nánast veikur. En það þýðir ekkert, stór dagur á Englandi í dag þegar að mínir menn sýna vonandi betri hliðina og vinna United á OT.
Er víst á leið í símaviðtal á útvarpsstöð í dag til að ræða málstaðinn, verð að standa mig fyrir mitt lið þar.
Svo á að kíkja á herrakvöld Víkings í Klifi í kvöld ef heilsan leyfir. En ég verð ekki með í firmakeppninni í dag, það er á hreinu...
![]() |
Björgunarsveitir að störfum í vonskuveðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klárlega heimakjördæmi flokksins!
11.3.2009 | 22:38
Og eina mögulega vígi hans.
Guðjón Arnar er auðvitað Frjálslyndi flokkurinn og af þeim misjafna hóp sem hann hafa fyllt í gegnum tíðina ber Sigurjón Þórðarson af! Gæti alveg orðið til þess að flokkurinn lifi af í næstu kosningum þó það sé fullkomlega óvíst.
En Magnús Þór nafni minn hlýtur að vera afar svekktur. Hans málflutningur hefur verið mikill í gegnum tíðina og oftar en ekki hefur hann sveiflað stórum sverðum í ýmsar áttir.
Það er ljóst að málflutningur hans á ekki mikinn stuðning og ég viðurkenni alveg að ég gleðst yfir því!
![]() |
Sigurjón náði 2. sætinu hjá Frjálslyndum í NV-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvaða fyrirtækjum verður bjargað?
9.3.2009 | 17:02
Hekla var yfirtekin síðast og ríkið rekur þar bílasölu í samkeppni.
Nú hefur ÍAV verið skilað aftur til ríkisins, einungis sex árum eftir að það, eitt óskabarnanna, var sett í einkafyrirtækjaferli.
Eftir hlýtur að standa spurningin hvaða fyrirtæki verða tekin í vörslu bankanna og hver gerð upp og þeim lokað. Vildi ekki endilega vera í sporum þeirra sem þurfa að taka þær ákvarðanir og mikið óskaplega hlýtur að vera erfitt að finna mann ótengdan þessum fyrirtækjum til að taka af skarið.
Auðvitað er viðbúið að svona ástand vari um einhvern tíma en það er ekki leiðin út úr vandanum til langs tíma að sjá ríkið eiga öll stöndugustu fyrirtæki landsins.
![]() |
ÍAV verður yfirtekið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Til hamingju Stjáni!
7.3.2009 | 18:14
Held að þetta sé þriðja prófkjörið sem kratahöfðinginn frá höfuðborg síldarinnar vinnur fyrir norðan.
Auðvitað er ég hlutdrægur vegna uppruna hans og persónulegra kynna, en ég er sannfærður um það Kristján L. Möller á óunnin ýmis góð verk á Alþingi og er verður þess að sitja í einu sætanna sextíuogþriggja að kjördegi loknum.
Svo gæti orðið fróðlegt að sjá Sigmund Erni í nýju hlutverki.
![]() |
Kristján Möller efstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góð skref í rétta átt
6.3.2009 | 14:24
Ánægður að heyra það að skapa á störf, þó ég sé ekki endilega algerlega sammála öllum framkvæmdum.
Er t.d. alveg sammála Pétri Blöndal að verulega þarf að skoða það að tónlistarhúsið verði ekki minnisvarði um ofeyðslu! Það hús þarf að tóna verulega niður í flottheitum og algerlega út í hött, Hróa Hött meira að segja, að ríkið sé að fara taka þátt í því að reisa hótel.
Ef ég væri að reka hótel í miðborg Reykjavíkur væri ég alveg geggjaður!
Svo ber ég auðvitað mikla virðingu fyrir því að verið er að byggja snjóflóðavarnargarða, en sakna þess að sjá ekki aukið lagt í vegagerð, t.d. á Vestfjörðum. Vegakerfi Vestfjarða er að stórum hluta þjóðarinnar til skammar og þarf að laga.
En gott að sjá að við höfum efni á að ráða fólk í vinnu. Það er eina lausnin út úr vandanum!!!
![]() |
Ætla að skapa 4000 ársverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bundin eða hnýtt??
4.3.2009 | 17:37
Allt kosningabandalag þarf að byggja á málefnum!
Samfylkingin verður að passa sig á því að margir þar innan eru ekki að skilgreina sig sem vinstri menn, heldur félagshyggjufólk fyrst og fremst.
Sé ekki það að sá hópur hoppi glaður á allt það sem VG hafa verið að básúna í vetur.....
![]() |
Samfylkingin gangi bundin til kosninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Átti þetta ekki að vera sigur þingræðisins?
3.3.2009 | 17:39
Í staðinn hefur maður lítið séð nema hnoð og röfl. Endalausa fundi um "óánægju með frammistöðu" ríkisstjórnar, en þó vilja menn stíga dansinn.
Framsóknarflokkurinn er að tapa fylgi á þessum stöðugu fundahöldum um málefnasamning tveggja annarra flokka og hagar sér ekki einu sinni í áttina að því sem flokkar á Norðurlöndum gera í svipaðri stöðu.
Það sem er auðvitað komið í ljós að minnihlutastjórn virkar ekki á Íslandi og lítið merkilegt í þeirri frétt. Það eru of margir uppteknir af því að fá völd, en hugsa minna um hag almennra borgara. Ágætur Framsóknarmaður sagði á fundi hér í bæ að flokkurinn ætti að stefna að aðkomu í vinstri stjórn.
Það þarf að koma fram á næstu vikum hvað Sigmundur ætlar sér með flokkinn. Endalaust daður í aðra röndina og kvart í hina minnir okkur bara á gamla umræðu um síbreytilega stefnu Framsóknarflokksins og er ekki líklegt til árangurs í þeirri viðleitni að benda á hina "Nýju Framsókn"...
![]() |
Fundað um stjórnarsamstarfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Koma svo!
25.2.2009 | 19:03
Fyrsti leikur þessara liða sem ég man eftir.
Tvö af mínum uppáhalds. Vona að við fáum skemmtun!!!!!
![]() |
Gerrard byrjar á bekknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gat ekki valið mér fyrirsögn!
25.2.2009 | 08:57
Veit ekki hvað úr viðtalinu hægt er að pikka út sem fyrirsögn.
En þvílíkt viðtal. Davíð er óhugnanlega sterkur í svona viðtölum, auðvitað er í honum hroki fyrir því hvernig eigi að spyrja og hvaða reglum eigi að fylgja, en hann verður ekki sakaður um það að fara á taugum í beinni.
Auðvitað talaði hann ekki eins og embættismaður, heldur pólitíkus og það á hann auðvitað ekki að gera í dag. Enda bíð ég spenntur eftir því þegar hann losnar úr viðjum þess embættis og leyfir okkur hinum að heyra það sem hann veit.
Því það er það sem stendur eftir í mínum huga eftir þetta viðtal. Davíð Oddsson hefur alveg örugglega miklar upplýsingar um spillingu þá sem hefur grasserað í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi undanfarin ár og ég er alveg sannfærður um að hann mun koma léttur og kátur út úr bankanum í lok þessarar viku og lætur gamminn geysa.
Hann getur það ekki í því embætti sem hann situr í nú um þessar stundir.
Í gær heyrði ég þá kjaftasögu að upphlaup Höskuldar á mánudaginn tengdist þessu óbeint, renna væru á tvær grímur meðal stjórnmálamanna hvort losa eigi Davíð fyrr en að loknum kosningum því einhverjum þyki óhugnanlegt að hann leysi frá skjóðunni í aðdraganda þeirra. Og þar séu stjórnmálamenn í mörgum flokkum undir!
Davíð Oddsson verður í sögunni settur á stall með mörgum öðrum pólitíkusum. Hann á í dag fleiri óvini en vini og það held ég að tengist ekki Seðlabankanum. Heldur því að verið er að reyna að holdgerva hann sem sökudólginn stóra.
Sem ég held að sé alveg kolrangt. Það er staðreynd að peningamálastefnan fór á hliðina, en það var fyrst og fremst vegna þess að bönkunum voru gefin of mikil völd.
Sigmar gleymdi náttúrulega að spyrja hann út í þátt hans í regluverkinu, sem Davíð auðvitað ber mikla ábyrgð á. En ég er algerlega sammála þessari söguskýringu Davíðs.
Og mig langaði að stökkva upp og fagna þegar hann kom með þá tvo punkta sem eru lykillinn í næstu skrefum landsins okkar!!!
Í fyrsta lagi er kominn tími á að fara í gegnum frumskóg einkahlutafélaga!!! Þar eru tugir og hundruðir mála þar sem einstaklingar gömbluðu með hlutabréf en hentu svo skuldunum aftur fyrir sig og á okkur öll, en ekki nokkur maður hefur viljað hreyfa við! Þetta hef ég bloggað hér áður en lítið orðið var við að umræða sé um.
Reynið nú að þagga það niður, þá fyrst sjáum við hvort Davíð er að vaða reyk!
Og svo endaði Davíð á að nefna þá augljósu staðreynd að ekki nokkur maður er að reyna að sameina þjóðina og tala í hana kjark! Ég er ákafur málsvekjandi þess að það þurfi að reyna að vinna í því að hjálpa því fólki og hópum sem sárast eiga og fara að vinna að varanlegum lausnum einhverra þeirra mála sem minnka sortann fyrir augum.
En í staðinn eyðir stór hluti þjóðarinnar sínum tíma í að byggja upp múra og búa til átök, auk annars hluta sem rær lífróðri að fela sinn hlut í hruninu eða er í sérhagsmunagæslu fyrir hópa og flokka.
Á því hef ég ímugust og skora á fólk að fara að tala kjark í hvert annað og ráðast í það verk að búa til betra og jákvæðara samfélag í stað svika, rifrilda og átaka.
En Davíð kom vel útúr þessu Kastljósi fyrir mér og ég allavega bíð spenntur eftir að heyra það sem hann hefur að segja að embættisstimplinum foknum!
![]() |
SÍ varaði í febrúar við hruni í október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)