Stillingu...

takk!

Steingrímur fannst mér koma ágætlega út úr Kastljósviðtalinu, var stilltur og yfirvegaður að venju og útskýrði sína hlið og upplifun á máli sem ég ætla helst að tjá mig lítið um meir.

En ég skora á alla stjórnmálamenn að fara nú fram af stillingu og með þjóðarheill í fyrirrúmi.  Mér fannst Bjarni Benediktsson gefa boltann upp í gær, heyrðist Össur hljóma svipað í útvarpinu í dag og Kristján Þór svo í RÚV-fréttunum.

Sem er gott, því maður hreinlega hrekkur við munnsöfnuðinn og háreystina sem hljómar á bloggsvæðum, í innhringingum útvarpsstöðvanna og statusum á fésbókinni.  Miðað við það sem hljómaði í skoðanakönnun Gallup virðist þjóðin skiptast svipað og á Alþingi og slík staða kallar á sérstaka áherslu á yfirvegun og stillingu í umræðunni.

Þjóðin okkar býr við mikinn vanda í efnahagsmálum sínum og því miður er stundum einblínt á niðurrif og alið á vantrausti í allra garð.  Ég vill ekki trúa því að nokkur stjórnmálamaður hugsi um annað en að taka starf sitt sem verndari og/eða handleiðari þjóðar sinnar alvarlega og því hljóta þeir að sjá að öllu máli skiptir að þjóðin geti unnið saman í landinu bæði nú og á eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, óháð niðurstöðu.

Þrjúhundruðþúsund manna þjóð á eyju norður í Atlantshafi þarfnast hvers einasta einstaklings, og þess að hver og einn taki á öllu sem honum/henni er megnugt í því að ná eins góðri stöðu og mögulegt er.  Enginn græðir á því að hatrammar deilur valdi þeim særindum að samskipti milli fólks grói ekki um heilt, hvað þá að einhver "gefist upp" á Íslandi og þeirri stöðu sem hér er.  Þó ekki væri annað en það að við hvern sem flytur burt eykst vandi okkar sem ekki ætlum að flytja neitt, en berjast áfram fyrir betri tíð í landinu.

Því skora ég á okkur öll að beita kröftum okkar í átt að því að sameina en ekki sundra.  Ég er allavega staðráðinn í því og bæta þar með t.d. mína innkomu á vinnustaðinn minn frá í morgunn!

Við verðum, við verðum að leyfa öllum að vera annað hvort já-fólk eða nei-fólk í IceSave!  Báðar hliðar verða fá að njóta sinnar sannfæringar og fá að velja á sínum forsendum.

Íslandi allt virkar fyrir alla Íslendinga!


mbl.is Ákvörðun forsetans vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband