Lykilatriði

í endurreisn Íslands er að við förum að skoða hvernig við myndum hagvöxt og hvar vaxtarsprotarnir okkar liggja.

Við þurfum auðvitað að varna því að við töpum í samningum en mér finnst langalvarlegasti vandinn felast í klossföstu atvinnulífi og neikvæðum hagvexti.

Er hjartanlega sammála því að skattahækkanirnar nú eru bara að draga blóðið úr sjúklingnum og stöðugt stækkar hópur þeirra sem að geta ekki staðið undir sínum heimilisrekstri.  Einhver talaði um að 8000 manns væru flutt úr landi.  Það er hrikaleg tala og verður að stöðva þann feril og helst snúa honum við.

Með allri virðingu fyrir IceSave karpinu er þessi biðtími okkar orðinn allt of langur og það verður að fara að hugsa aðrar lausnir en skatta- og gjaldskrárhækkanir út úr vandanum!


mbl.is Óráð að hækka skatta í kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband