Ævintýrið um Öskubusku og Nýju fötin keisarans.

Þá er West Ham ekki "Íslendingafélag" nema að litlu leyti.

Þessi Öskubuskusaga fyrrum formanns KSÍ sem fékk fjárfesta til að koma að kaupum á ensku úrvalsdeildarfélagi og stefndi hátt.  Ætlaði að vinna prinsinn á ballinu.

Mér fannst fréttaflutningur Íslendinga af liðinu sérstakur, vissulega var Eggert ekki að skafa af yfirlýsingum sínum og síðan voru það stjóraskipti sem juku væntingar þeirra sem oftast mættu á heimaleikina.

Eftir að liðið hélt sér uppi hófst svo kaupveisla sem alfarið hefur verið bent á að sé á hans forræði.

Svo stuttu seinna var hann kvaddur, og svei mér ef hann er ekki ennþá að reyna að fá peningana sína til baka.

Fjárfestirinn, keisarinn, fékk skraddarana til að sauma ný föt á sig.  Skyndilega var hann orðinn aðalmaðurinn, hafði litla tengingu við knattspyrnu og náði engri hylli á Upton Park.  Sá skyndilega að hann átti alls ekki fyrir þeim launum sem hann hafði látið Eggert hafa til að "díla" með og dró allt í land.

Svo núna koma nýir eigendur og tala um að taka til eftir "Íslendingana".  Réttast held ég að segja eftir hr. Guðmundsson drengir mínir.  Hann átti aldrei að verða sá sem sjá átti um fótboltalega framtíð West Ham, hvað þá Ásgeir Friðgeirsson!

Eins og með margt annað sem þessi ágæti maður, Björgúlfur Guðmundsson, tók sér fyrir hendur virðist hann hafa lagt af stað með eina áætlun en síðan fattað í flýti að hann hafði engin efni á henni og ætlaði þá að söðla um.

Eggert fannst mér í raun illa leikinn.  Hann yfirgaf draumastarf knattspyrnuáhugamanns til að stofnsetja þetta verkefni, til þess eins að vera kastað eftir að hann var búinn að koma keisaranum fyrir.  Fyrstu orð nýju eigendanna eru hans, nefnilega hugmynd um nýjan völl fyrir liðið!

Því auðvitað kom í ljós að nýju fötin þessa keisara voru klippt út úr sögunni klassísku.

Og uppi sitjum við með enn fleiri neikvæðar fyrirsagnir, "Icelanders".  Enn bætist skrautfjöður í hatt þessa keisara.


mbl.is Sullivan: Tiltekt eftir Íslendingana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband