Stjórnandi

Verð að viðurkenna það að mér blöskrar eilítið sá hávaði sem nú berst um Ríkisútvarpið sem tengdur er persónum Páls Magnússonar og Þórhalls Gunnarssonar.

Páll er stjórnandi.  Auðvitað á hann að leita eftir röddum hópsins sem vinnur hjá honum, sem mér skilst að hann geri.  En hann á að taka ákvarðanir sem hann stendur og fellur með.

Nú fékk hann t.d. skýrt að hann ætti að skera niður um 305 milljónir.  Sem er 7% niðurskurður.  Það er rosaleg tala að taka á.

Það er alveg ljóst að slíkur niðurskurður verður ekki nema að taka óvinsælar ákvarðanir sem bitna á fólki.  En slíkar ákvarðanir þarf stjórnandi að taka og mér finnst alveg út í hött að ætla nú að fara að flækja þann feril.  Slíkt dregur einfaldlega ákvarðanatöku á langinn og ýtir undir landlægan sjúkdóm ríkisstofnana sem heitir "ákvarðanafælni" og fer um eins og stormsveipur.

Stjórnandinn verður að hafa leyfi til að stjórna stofnuninni.  Ef hann ekki stendur sig er það eigendanna að skipta um stjórnanda, en ekki búa til nefnd og regluverk um nefnd til að flækja málin.

Ég allavega sé eftir Þórhalli og vona að ástæður þess að hann hætti hafi ekki verið þær að stofnunin sé nú að færa sig í átt til skrifræðisrisaeðlu sem skemmtir ekki eigendum sínum, þjóðinni.


mbl.is Gagnrýna alræðisvald útvarpsstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband