Að fylgja sannfæringunni!
23.2.2010 | 13:59
Ekki þarf að hafa miklar áhyggjur af Bónus eða Jóhannesi ef að fólk fylgir þessari sannfæringu sinni og hættir að versla í Bónus, Hagkaup og 10 / 11.
Þá er það sjálfgert að þeir losna frá þessum rekstri sínum blessaðir, þ.e. ef að Arion banki ákveður að hafa þá með.
Við verðum að fara að láta verkin tala, en kannski gera minna af því að tala um verkin eða ætlast til þess að aðrir "beili okkur út" úr vanda!
Fylgja sannfæringunni!
80% vilja ekki Jóhannes í Bónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þér Magnús ! Við almenningur erum sjaldnast duglega að nota áhrifamátt okkar. Það eru verkin sem tala - þó við séum öll alveg hoppandi reið, en breytum engu og verslum í sömu búðunum þá kemur þetta út á eitt. Það er með pennga eins og atkvæði, peningar reiða mannsins eru jafnverðmætir í búðarkassanum og peningar velunnararns.
Fyndna hliðin á öllu þessu er það sem Sigurður Þórðar bloggari sagði: "Það er ennþá til fólk sem trúir því að Jóhannes í Bónus sé sósíalisti sem þykir vænt um fólk"!!
Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 15:06
Því miður er ekki hægt að treysta því, það virðist alltaf vera til fólk sem er tilbúið að fyrirgefa "smá yfirsjónir"
Kjartan Sigurgeirsson, 23.2.2010 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.